- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH, Valur og ÍBV leika ekki heima í fyrstu umferð

FH-ingar leika báða leiki sína í 1. umferð Evrópbikarkeppninnar í Argos í Grikklandi. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Karlalið FH og Vals og kvennalið ÍBV leika Evrópuleiki sína í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik að heiman. Á vef Handknattleikssambands Evrópu hafa leikirnir verið staðfestir ásamt leiktímum. Viðureignir kvennaliðs Vals við rúmenska liðið HC Dunara Barila í fyrri umferð Evrópudeildarinnar eru ennþá skráðir heima og að heiman, 23. og 30. september án leiktíma.


Valur mætir Granitas-Karys í 1. umferð Evrópubikarkeppni karla 16. og 17. september í Garliava í Litáen. Sigurliðið mætir Pölva Serviti frá Eistlandi í annarri umferð sem fram fer rúmum mánuði síðar.

FH-ingar fara til Grikklands og leika gegn Diomidis Argous helgina 16. og 17. september. Diomidis Argous er með bækistöðvar í Argos sem er í 140 km akstursfjarlægð frá Aþenu þangað sem FH-ingar fara í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli. Takist FH-ingum að komast áfram bíða þeirra leikir við Partizan frá Belgrad í Serbíu í annarri umferð.

Þess má til fróðleiks geta að Diomidis Argous mætti Haukum í Evrópukeppni í byrjun september 2016. Báðar viðureignir fóru fram í Argos og unnu Haukar öruggan sigur í þeim báðum, 28:20 og 33:26. Mörgum Haukum er enn í fersku minni að dúkur keppnishallarinnar í Argos var merktur Ólympíuleikunum sem fram fóru 12 árum áður í Aþenu.

ÍBV leikur skammt frá Braga

Leikir ÍBV og Colegio de Gaia í Evrópubikarkeppni kvenna verða háðir í Vila Nova de Gaia sem er um rúmlega 300 km norður af Lissabon. Vila Nova de Gaia er rétt sunnan við Braga fyrir þá sem þekkja til á vesturströnd Íberíuskagans.

Karlalið Aftureldingar og ÍBV mæta til leiks í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla sem leikið verður eftir miðjan október. Afturelding leikur við Nærbø frá Noregi en ÍBV við HB Red Boys Differdange frá Lúxemborg.

Tengdar fréttir:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -