Fimm landsliðsmenn Barein í handknattleik karla hafa verið úrskurðaðir í þriggja til 12 mánaða leikbann frá alþjóðlegri keppni eftir að þeir réðust á dómara eftir að Barein tapaði fyrir Japan í undanúrslitum Asíukeppni landsliða karla í janúar. Einnig má handknattleikssamband Barein ekki vera gestgjafi alþjóðlegrar keppni í tvö ár fyrir það sem gerðist.
Öryggismálum á leikvellinum var ábótavannt auk þess sem stjórnendur landsliðs Barein höfðu ekki stjórn á leikmönnum sínum.
Hér fyrir neðan er upptaka af atvikinu þegar leikmenn réðust á dómarana, sjá t.v.
Husain Alsayyad fékk þyngstu refsinguna, 12 mánaða bann frá alþjóðegri keppni. Samherji hans, Ali Merza, má ekki taka þátt í alþjóðlegri keppni næstu níu mánuði. Þrír aðrir fengu frá tveggja til þriggja mánaða banni.
Alsayyad verður þar af leiðandi ekki með landsliði Barein á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar á næsta ári í Danmörku, Króatíu og Noregi.
Fimmmenningarnir verða þar með ekki gjaldgengir með landsliðið Barein í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í næsta mánuði.
Aron Kristjánsson er landsliðsþjálfari Barein sem hafnaði í þriðja sæti í Asíukeppninni í janúar þar sem Katar, Japan, Barein og Kúveit tryggðu sér farseðlilinn á HM 2025.