- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmta tap meistaranna – Ljónin lögðu Leipzig

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari þýska 1. deildarliðsins Hannover-Burgdorf. Mynd/Hannover-Burgdorf
- Auglýsing -

Heiðmar Felixson og liðsmenn Hannover-Burgdorf voru fimmta liðið til þess að leggja meistara THW Kiel í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik á keppnistímabilinu, 36:33, á heimavelli. Heiðmar er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf þriðja keppnistímabilið í röð. Með sigrinum komst Hannover-Burgdorf stigi upp fyrir THW Kiel. Hannover er með 13 stig að loknum 12 leikjum í sjötta sæti. Kiel á leik til góða.


Vincent Büchner skoraði átta mörk fyrir Hannover-Burgdorf og Marius Steinhauser sjö. Svíinn Eric Johansson var markahæstur hjá Kiel með sjö mörk.

Löwen lagði Leipzig

Rhein-Neckar Löwen er einnig með 13 stig í fimmta sæti deildarinnar eftir sigur á Leipzig á heimavelli í kvöld, 32:28, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15. Leipzig er með 10 stig í 10. sæti.

Juri Knorr skoraði 10 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen auk átta stoðsendingar. Átti sannkallaðan stórleik. Oskar Sunnefeldt skoraði fimm mörk fyrir Leipzig og Andri Már Rúnarsson þrjú mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Viggó Kristjánsson skoraði einnig þrjú mörk, tvö úr vítaköstum. Sex skot Viggós fór forgörðum. Hann gaf tvær stoðsendingar.

Hvorki Arnór Snær Óskarsson né Ýmir Örn Gíslason skoruðu fyrir Rhein-Neckar Löwen.

Staðan í þýsku 1. deildinni og fleiri deildum í evrópskum handknattleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -