- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmtán marka tap Vals í Rothenbach-Halle – myndskeið

Róðurinn var þungur hjá Andra Finnssyni, Magnúsi Óla Magnússyni, Bjarna Í Selvinid og samherjum i Val í Kassel í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Valur tapaði með fimmtán marka mun fyrir efsta liði þýsku 1. deildarinnar, MT Melsungen, 36:21, í Rothenbach-Halle í Kassel í kvöld í þriðju umferð í F-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik. Staðan var 17:10, að loknum fyrri hálfleik. Melsungen er efst í riðlinum með sex stig eftir þrjá leiki en Valur rekur lestina með eitt stig. Liðin mætast öðru sinni á heimavelli Vals eftir viku.

Í hinum leik riðilsins vann Porto liðsmenn Vardar í Skopje, 26:22, í Norður Makedóníu og fóru þar með upp í annað sæti riðilsins þegar helmingur leikjanna er að baki.

Eftir því sem fram kemur á handball-world tókst Valsmönnum að halda í við Melsungenliðið fyrstu 10 til 15 mínúturnar. Í stöðunni 8:6 skildu leiðir og þýska liðið stakk af og vann öruggan sigur. Engu máli virtist skipta þótt Robert Parrondo þjálfari Melsungen gæfi Timo Kastening, Dainis Kristopans, Rogerio Moraes og David Mandic frí frá leiknum í kvöld. Breiddin er næg hjá liðinu.


Pólski markvörðurinn Adam Morawski reyndist Valsmönnum erfiður. Ekki má heldur gleyma því að nokkrir leikmenn Vals eru ekki alveg á fullum krafti vegna eymsla. Heldur hjálpaði það ekki að Valsmenn voru utan vallar í 10 mínútur en Melsungen-menn í tvær.

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson komu talsvert við sögu í liði Melsungen og skoruðu m.a. sjö mörk.

Mörk Vals: Ísak Gústafsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Magnús Óli Magnússon 3, Allan Norðberg 3, Bjarni Í Selvindi 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Viktor Sigurðsson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1. Miodrag Corsovic 1, Andri Finnsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13, 31%.

Mörk MT Melsungen: Nikolaj Enderleit 6, Florian Drosten 5, Ian Barrufet 5, Leon Stehl 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Alexandre Cavalcanti 4, Elvar Örn Jónsson 3, Hans Aaron Mensing 2, Bruno Eickhoff 2, Tom Wolf 1.
Varin skot: Adam Morawski 15, 42%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -