- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmtíu árum frá München-leikunum minnst á ýtarlegan hátt

Ólympíufarar í fullum skrúða. Sigurður Einarsson, Stefán Gunnarsson, Ólafur H. Jónsson, Gunnsteinn Skúlason, Lára Sveinsdóttir, yngsti Ólympíukeppandi Íslands í München, 17 ára, og Hjalti Einarsson, sá elsti, 33 ára. Lára keppti í hástökki og var fyrst kvenna til að keppa fyrir hönd Íslands í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum.
- Auglýsing -

Í gær voru rétt 50 ár síðan íslenska karlalandsliðið í handknattleik tók fyrsta þátt í handknattleikskeppni Ólympíuleika. Leikarnir sem þá voru haldnir í München í Vestur-Þýskalandi voru einnig þeir fyrstu þar sem keppt var í handknattleik karla innanhúss.

Björgvin Björgvinsson skorar gegn Japan. Gunnsteinn Skúlason (2) fylgist með.


Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, samþykkti á fundi sínum í október 1965 að handknattleikur karla yrði settur á dagskrá leikanna sjö árum síðar. Handknattleikur í kvennaflokki fylgdi í kjölfarið á leikunum í Montréal fjórum árum síðar. Kvennalandslið Íslands hefur enn sem komið er ekki unnið sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikum.


Ísland var ein 16 þjóða sem vann sér inn keppnisrétt á leikunum 1972. Hafnaði liðið í 12. sæti af 16 liðum. Eftir það hefur íslenska landsliðið tekið þátt í sex skipti.


Eftri röð f.v. Pétur Guðmundsson, sjúkraþjálfari, Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri HSÍ og fararstjóri, Ingimundur Ingimundarson, Róbert Gunnarsson, Sverre Andreas Jakobsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Sigfús Sigurðsson, Logi Geirsson, Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfari, Óskar Bjarni Óskarson aðstoðarþjálfari, Brynjólfur Jónsson læknir og Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Fremri röð f.v.: Ingibjörg Ragnarsdóttir liðstjóri og nuddari, Alexander Petersson, Sturla Ásgeirsson, Hreiðar Levý Guðmundsson, Ólafur Stefánsson, Björgvin Páll Gústavsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/EPA


Mörgum er ugglaust í fersku minni silfurverðlaunin sem íslenska landsliðið vann á leikunum 2008 í Peking eftir tap fyrir Frökkum, 28:23, í úrslitaleik. Hinn 24. ágúst sl. voru liðin 14 ár frá úrslitaleiknum.

Á leikunum í Barcelona 1992 lék Ísland til úrslita um bronsverðlaun en tapað fyrir Frökkum, 24:20.


Árið 1984 kom sjötta sætið í hlut Íslands og áttunda sætið fjórum árum síðar. Á Aþenuleikunum 2004 varð Ísland í 9. sæti og í 5. sæti árið 2012 í Lundúnum eftir grátlegt tap fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum.


Í tilefni 50 ára frá þátttökunni og fyrsta leiknum, sem vel að merkja var við Austur-Þýskaland og tapaðist 16:11, skrifaði Sigmundur Ó. Steinarsson blaðamaður þrjár greinar að ósk handbolta.is um aðdraganda, undirbúning og síðan þátttöku íslenska karlalandsliðsins á Ólympíuleikunum í München 1972. Greinarnar hafa birst á handbolta.is síðustu daga og vakið mikla athygli. Í þeim er mikill sögulegur fróðleikur auk fjölda mynda frá þessum árum.


Jón Erlendsson, formaður landsliðsnefndar árið 1972 og Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari.


Hér fyrir neðan er hlekkur á greinarnar þrjár sem eru kærkomnar fyrir þá sem vilja kynnast handknattleikssögunni betur og halda henni til haga.

GREIN 1: ÓL Í 50 ÁR:​​​​​ Benedikt flutti gleðifréttir frá Madrid

GREIN 2: ÓL Í 50 ÁR: Hjalti gaf sjóvettlinga og Geir með handleggi á „kúluliðum“!​​​​​

GREIN 3: ÓL Í 50 ÁR: ​​​​​„Létum Tékka hafa okkur út í tóma vitleysu!“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -