- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögurra marka sigur Selfyssinga í fyrsta leik

Harpa Valey Gylfadóttir var markahæst í Selfossliðinu í kvöld. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Selfoss tók frumkvæðið í viðureign sinni við ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik með fjögurra marka sigri í Sethöllinni á Selfossi, 31:27. Heimaliðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik.


Næst mætast liðin í Skógarseli á laugardaginn og verður ÍR að vinna þann leik til þess að koma í veg fyrir að vera sópað úr keppni strax í fyrstu umferð. Sigurliðið í þessari rimmu mætir Val í undanúrslitum.

Selfoss lék án Perlu Ruth Albertsdóttur, landsliðskonu, sem tilkynnti á dögunum að hún sé ólétt og taki ekki þátt í fleiri handboltaleikjum á leiktíðinni.

Selfossliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Það lét ÍR-inga aldrei komast almennilega upp á bragðið minnugt reynslunnar fyrir tveimur árum þegar ÍR vann allar þrjá viðureignir liðanna í umspilinu í Sethöllinni. Eins vann ÍR einn leik í heimsókn á Selfoss í vetur.

Mörk Selfoss: Harpa Valey Gylfadóttir 7, Hulda Dís Þrastardóttir 7/6, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 5, Katla María Magnúsdóttir 5, Arna Kristín Einarsdóttir 5, Eva Lind Tyrfingsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 11/1 28,9%.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 7/1, Katrín Tinna Jensdóttir 5, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 4, Anna María Aðalsteinsdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 8, 20,5%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -