- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnir tekur upp samstarf við IH Styrk

Hinrik Valur Þorvaldsson og Ingi Rafn Róbertsson hjá IH Styrk. Mynd/Fjölnir
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við IH Styrk ehf um styrktarþjálfun hjá deildinni, segir í fréttatilkynningu frá handknattleiksdeild Fjölnis af þessu tilefni. Að IH Styrk standa Hinrik Valur Þorvaldsson og Ingi Rafn Róbertsson.


„Við munum bjóða upp á sérhæfða styrktarþjálfun frá 5.fl. upp í 3.fl. næsta vetur undir handleiðslu þeirra. Einnig hefur handknattleiksdeild Fjölnis samið við þá um að sjá um styrktarþjálfun meistaraflokks kvenna.
Styrktarþjálfun í handbolta er mikilvæg forvörn fyrir meiðsli og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að iðkendur okkar fái sem besta styrktarþjálfun. Við teljum þetta samstarf muni einnig hjálpa okkar iðkendum í framtíðinni til að ná árangri í handboltanum og að læra inn á mikilvægi styrktarþjálfunar almennt.
Við hlökkum til þessa aukna samstarfs næsta tímabil og væntum mikils af þeim,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Fjölnis.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -