- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnismenn fóru illa að ráði sínu – Víkingur er í kjörstöðu

Óðinn Freyr Heiðmarsson skorar eitt marka sinn fyrir Fjölni í kvöld. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

Víkingar standa afar vel að vígi í umspili Olísdeildar karla eftir að hafa unnið Fjölnismenn öðru sinni í rimmunni í kvöld, 29:25, í Dalhúsum í Grafarvogi. Víkingar hafa þar með tvo vinninga en Fjölnismenn engan. Þeir eru svo sannarlega komnir með bakið upp að vegg. Næsta viðureign verður í Safamýri á verkalýðsdaginn. Flautað verður til leiks klukkan 14. Víkingar geta þá gert út um rimmuna og tryggt sér sæti á ný í Olísdeildinni.


Fjölnir var með fjögurra marka forskot í hálfleik í kvöld, 15:11, eftir 20 góðar mínútur. Þeir byrjuðu ekki vel og voru undir, 5:1, eftir sex mínútur og 7:2, eftir 10 mínútur. Þá var eins slökkt væri á Víkingum sem voru hreinlega úti á þekju til loka hálfleiksins.

Myndasyrpa Þorgils Garðars úr leiknum:

Jón Gunnlaugur Viggósson náði að vekja sína menn til lífsins í hálfleik. Þeir sóttu fljótlega í sig veðrið svo úr varð afar jafn og spennandi leikur síðasta stundarfjórðunginn.

Bergur Bjartmarsson markvörður Fjölnis stóð svo sannarlega fyrir sínu í kvöld. Mynd/Þorgils G – Fjölnir handbolti

Fjölnismenn fór illa að ráði sínu. Þeir köstuðu leiknum frá sér. Tvö vítaköst fór forgörðum, upplögð marktækifæri auk þess sem sendingar rötuðu ekki í réttar hendur hvað eftir annað. Ef ekki hefði verið verið fyrir frábæran leik Bergs Bjartmarssonar í marki Fjölnis þá hefði leikurinn tapast fyrr en hann gerði. Engu var líkara en leikmenn Fjölnis færu á taugum.

Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7, Viktor Berg Grétarsson 6, Benedikt Marinó Herdísarson 4, Alex Máni Oddnýjarson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Goði Ingvar Sveinsson 1, Sigurður Örn Þorsteinsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 15, Andri Hansen 1.

Mörk Víkings: Arnar Gauti Grettisson 5, Gunnar Valdimar Johnsen 5, Igor Mrsulja 4, Brynjar Jökull Guðmundsson 3, Guðjón Ágústsson 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Halldór Ingi Óskarsson 3, Halldór Ingi Jónasson 2, Styrmir Sigurðarson 1.
Varin skot: Sverrir Andrésson 8.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -