- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórir Íslendingar á ferðinni – þrír í sigurliðum

Teitur Örn Einarsson er leikmaður Flensburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og samherjar hans í Flensburg eru efstir í E-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik karla eftir að þeir unnu þriðja leikinn í röð í kvöld. Flensburg lagði Elverum í hörkuleik í Noregi, 33:32. Teitur Örn skoraði eitt mark í leiknum. Ljóst er að markið vóg þungt þegar upp var staðið.


Annað þýskt lið sem hefur Íslending innanborðs, Hannover-Burgdorf vann AEK Aþenu, 31:25, og er með fullt hús af stigum eftir þrjá leiki í B-riðli. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem er að taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í fyrsta sinn í sögu sinni.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð stóran hluta leiks Nantes og IFK Kristianstad í marki Nantes og varði níu skot, 29%, í fjögurra marka sigri franska liðsins í heimsókn til Svíþjóðar, 31:27. Nantes er í öðru sæti A-riðils með fjögur stig.

Orri Freyr Þorkelsson og félögum í Sporting Lissabon gekk ekki sem best í heimsókn til Tatabánya í Ungverjalandi. Þeir töpuðu með tveggja marka mun, 31:29, og hafa aðeins náð tveimur stigum úr þremur fyrstu leikjum í H-riðli. Orri Freyr stóð fyrir sínu og skoraði þrisvar í fimm tilraunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -