- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórtán marka tap eftir frábæran upphafskafla

Thea Imani Sturludóttir. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sænska landsliðið vann íslenska landsliðið með 14 marka mun, 37:23, í síðari viðureign liðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna, 7. riðli, í Brinova Arena í Karlskrona í Svíþjóð í dag. Staðan í hálfleik var 18:11 Svíum í vil.

Með sigrinum tryggði sænska landsliðið sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15. desember. Íslenska landsliðið er áfram í öðru sæti riðilsins og á góða möguleika að fylgja Svíum eftir í lokakeppninni. Til þess þarf íslenska liðið helst að ná þremur stigum úr tveimur síðustu viðureignum sínum sem fram fara 3. og 7. apríl gegn Lúxemborg og Færeyjum.

Íslenska landsliðið hóf leikinn frábærlega. Það skoraði fjögur fyrstu mörkin og átta af fyrstu 12. Staðan var 8:4 fyrir Ísland eftir rúmlega 11 mínútur. Eftir það skoruðu Svíar sex mörk í röð. Thea Imani Sturludóttir minnkaði muninn í eitt mark, 10:9, að lokinni hálfri nítjándu mínútu. Þar með skildu leiðir. Svíar skoruðu sex mörk í röð, 16:9. Róðurinn var þungur það sem eftir var leiksins.

Svíar hafa á að skipa frábæru landsliði sem hefur að uppistöðu verið saman í nokkur ár og verið á meðal fimm efstu á öllum stórmótum frá 2021. Munurinn var greinilegur eins og vitað var.
Síðari hálfleikur reyndist íslenska liðinu afar erfiður. Munurinn var fljótlega orðinn 10 mörk.

Mörk Íslands: Thea Imani Sturludóttir 6, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Elín Klara Þorkelsdóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 6, 18,8% – Sara Sif Helgadóttir 1, 8,3%.

Mörk Svíþjóðar: Nina Dano 6, Mathilda Lundström 6, Sofia Hvenfeld 5, Nima Koppang 4, Jennifer Johansson 3, Linn Blohm 2, Jenny Carlson 2, Emma Lindqvist 2, Jamina Robers 2, Elina Hansson 2, Kristín Þorleifsdóttir 1, Tyra Axner 1, Nathalie Hagman 1.
Varin skot: Elvelina Eriksson 8, 50% – Irma Schjött 5/1, , 45,5% – Johanna Bundsen 3, 25%.

Áhorfendur 2.753.

Staðan í 7. riðli undankeppni EM:

Svíþjóð4400150:848
Ísland4202107:1114
Færeyjar310277:812
Lúxemborg300347:1050

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -