Stjórnendur handknattleiksdeildar Fram halda ótrauðir áfram að skrifa undir samning við efnilega leikmenn félagsins. Daníel Stefán Reynisson bætist í hóp þeirra sem fest hefur nafn sitt á blað og skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Fram.
Daníel Stefán er línumaður, uppalinn hjá Fram og hefur á liðnum árum verið burðarás í sigursælu liði Fram sem hefur unnið fjölmarga titla. Hann hefur í vetur gegnt lykilhlutverki í U-liði Fram sem er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitil í Grill 66-deildinni. Þá hefur Daníel einnig gegnt hlutverki í meistaraflokki félagsins í Olísdeildinni.
„Það hefur verið gaman að fylgjast með Daníel vaxa og dafna með hverju árinu í því öfluga yngri flokka starfi sem á sér stað hjá Fram. Hann er öflugur leikmaður, með góðan leikskilning og leggur sig allan fram við að verða enn betri með hverjum deginum,“ segir Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.