- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flottur sigur í fyrsta leik í Ósló

Reykjavíkurúrval stúlkna fæddar 2008 og 2009 sem fékk silfur á höfuðborgarleikunum í Ósló í morgun. Efri röð f.v.: Sigríður Unnur Jónsdóttir, þjálfari, Ásdís Styrmisdóttir, Þóra Lind Guðmundsdóttir, Sylvía Stefánsdóttir, Sigrún Erla Þórarinsdóttir, Anna Katrín Viggósdóttir. Neðri röð f.v. Silja Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Markúsdóttir, Arna Sif Jónsdóttir, Ester Elísabet Guðbjartsdóttir, Laufey Helga Óskarsdóttir. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Reykjavíkurúrval stúlkna hóf keppni á höfuðborgarleikunum í handknattleik í Ósló í morgun með flottum sigri á liði Óslóar, 17:14, í hörkuleik.

Reykjavíkurliðið, sem er skipað stúlkum fæddum 2008 og 2009, var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:9. Næsti leikur verður við úrvalslið Stokkhólms á morgun.


Að sögn Sigríðar Unnar Jónsdóttir þjálfara hópsins þá léku íslensku stelpurnar afar vel, ekki síst var varnarleikurinn frábær. Þær voru með yfirhöndina frá upphafi til enda gegn góðu liði Óslóar.

Íslensku stúlkurnar í vörn í leiknum við Óslóarúrvalið í morgun. Mynd/Aðsend


Laufey Helga Óskarsdóttir og Sylvía Stefánsdóttir skoruðu fimm mörk hvor. Ester Elísabet Guðbjartsdóttir og Hrafnhildur Markúsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor. Þóra Lind Guðmundsdóttir skoraði eitt mark.


Arna Sif Jónsdóttir varði 12 skot í markinu og var með nærri 50% hlutfallsmarkvörslu.


Reykjavíkurúrvalið keppir ytra undir merkjum Handknattleiksráðs Reykjavíkur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -