- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flugeldasýning hjá Eyjamanninum – samtals 38 mörk í þremur leikjum

Hákon Daði Styrmisson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson átti vafalaust einn af eftirminnilegri leikjum lífs síns í kvöld þegar hann bauð upp á sannkallaða flugeldasýningu og skoraði 17 mörk 20 skotum í sjö marka sigri Eintracht Hagen á VfL Lübeck-Schwartau, 37:31, á heimavelli í 2. deild þýska handknattleiksins.

Ekkert markanna skoraði Hákon Daði úr vítakasti sem gerir frammistöðu hans ennþá magnaðri.

Eyjamaðurinn hefur farið hamförum í síðustu þremur leikjum Hagen og skoraði 38 mörk.

Eins og kom fram á handbolti.is á dögunum þá fær Hákon Daði ekki nýjan samning hjá Hagen eftir að leiktíðinni lýkur. Forsvarsmenn félagsins hljóta að súpa hveljur yfir þeirri ákvörðun sinni eftir það sem á undan er gengið hjá Hákoni Daða.

Örn Vésteinsson Östenberg skoraði ekki mark fyrir VfL Lübeck-Schwartau að þessu sinni.

Hagen er áfram í fjórða sæti 2. deildar. VfL Lübeck-Schwartau er í níunda sæti en stöðuna í deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -