- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Fór aðeins of geyst af stað eftir hvíldina í sumar“

Díana Dögg Magnúsdóttir. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir hefur ekki náð sér eftir að hafa farið úr axlarlið í síðasta leik þýska liðsins BSV Sachsen Zwickau í lok maí. Hún hefur af þeim sökum ekkert leikið með liðinu í undirbúningsleikjum síðustu vikurnar.

Díana Dögg sagði við handbolta.is í morgun að hún haldi í vonina um að geta tekið þátt í fyrsta leik BSV Sachsen Zwickau í þýsku 1. deildinni 9. september. Reikna má með að hún verði ekki með í bikarleik gegn Solingen á laugardaginn.

Kappið og forsjáin

„Auk þess að fara úr axlarlið þá gáfu sinar og liðbönd vel eftir Ég fór aðeins of geyst af stað eftir hvíldina í sumar svo þetta á eftir að taka svolítinn tíma ennþá. Það er stundum erfitt að halda aftur af sér,“ sagði Díana Dögg sem er að hefja sitt fjórða keppnistímabil með liðinu, þar af það þriðja í efstu deild.

Stefnir á fyrsta leik

„Ég stefni allavega á fyrsta leik í deild, annað verður bónus. Núna er ég hjá mjög góðum sjúkraþjálfara sem er að hjálpa mér við að komast sem fyrst á völlinn,“ segir Díana sem hefur fundið fyrir utanaðkomandi pressu að mæta sem fyrst út á völlinn.

Sleit krossband

Fleiri leikmenn BSV Savhsen Zwickau glíma við erfið meiðsli. Á dögunum sleit Louise Cavanie, franskur hornamaður, krossband. Hún kom til félagsins í sumar og voru vonir bundnar við hana.

„Algjör synd að hún hafi slitið krossband. Rosalega flottur vinstri hornamaður sem okkur svo sannarlega vantaði,“ sagði Díana Dögg um liðsfélaga sinn.

Díana Dögg stefnir ótrauð að bata því ekki vill hún missa af tækifærinu að leik með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í nóvemberlok og í desember. „Ég verð klár fyrir það,“ sagði Eyjakonan ákveðin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -