- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frábær mæting á æfingar á Akranesi

Eldri hópurinn eftir æfinguna í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Um 140 börn og unglingar mættu á fyrstu handknattleiksæfingarnar sem fram fóru á Akranesi í gær.

Æft var í tveimur hópum. Í fyrri hópnum voru börn sem er í 1. til 4. bekk og í þeim síðari börn og unglingar um 5. til 7. bekk. Að sögn Kjartans Vídó Ólafssonar markaðsstjóra HSÍ hafa þegar komið fram óskir um að einnig verði boðið upp á æfingar fyrir unglinga í 8. til 10. bekk grunnskóla.

Æfingar fara fram á sunnudögum í íþróttahúsinu á Vesturgötu á Akranesi og verður um tvo aldurshópa að ræða til að byrja með.
1. - 4. bekkur - kl. 14 - 15.
5. - 7. bekkur - kl. 15 - 16.


Jörgen Freyr Ólafsson Naabye og Kolbrún Helga Hansen sáu um æfingarnar um helgina. Umsjón með verkefninu hefur Ingvar Örn Ákason ásamt Kolbrúnu Helgu.

Yngri hópurinn á æfingunni á Akranesi. Mynd/HSÍ


Vonir standa til þess að landsliðskarlar og konur líti inn á æfingarnar þegar á líður og að þjálfarar yngri landsliða taki þátt.


Haldið verður áfram við æfingar næstu sjö sunnudaga í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Handknattleikssamband Íslands, ÍA og íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar. Verkefnið stendur yfir til vors en að því loknu verður framhaldið metið.

Fleiri myndir frá æfingunni – smellið á til þess að sjá þær stærri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -