„Við lékum litla sem enga vörn í fyrri hálfleik en það var allt annað upp á teningnum í síðari hálfleik. Þá var vörnin frábær og hún lagði grunn að þessum sigri okkar,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við handbolta.is eftir átta marka sigur FH-inga á ÍBV, 35:27, í Kaplakrika í kvöld í áttundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik.
„Daníel Freyr var frábær í markinu og síðan komu þeir Einar Örn og Jakob inn með frábæra orku í síðari hálfleik. Strákarnir fylgdu þeim eftir og léku frábæra vörn. Grunnþættirnir voru þá fyrir hendi, ólíkt því sem var í fyrri hálfleik,“ sagði Sigursteinn ennfremur í samtali við Lúther Gestsson sem tala við leikmenn og þjálfara fyrir handbolta.is.
„Karakter í hópnum var mjög góður. Svona viljum við sýna okkur,“ sagði Sigursteinn ennfremur en FH vann síðari hálfleikin 21:13 og hafði mikla yfirburði. FH er í öðru sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir Val.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.