Frakkar eru öruggir um efsta sæti í milliriðli tvö á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla. Þeir innsigluðu efsta sætið í gærkvöld með afar öruggum sigri á Hollendingum, 35:28, í íþróttahöllinni í Varaždin í Krótaíu.
Tvö efstu liðin í milliriðli tvö mæta liðum úr milliriðli fjögur, þeim sem Ísland er í, þegar kemur að átta liða úrslitum á þriðjudaginn. Frakkar leika gegn liðinu í öðru sæti í riðli Ísland og liðið sem hreppir annað sæti í milliriðli tvö mætir efst liðinu úr milliriðli Íslands.
Ungverjar eru líklegastir
Ungverjar standa best að vígi í keppninni um annað sæti í milliriðli tvö. Þeir mæta lánlausum Katarbúum síðustu umferðinni sem tapaði hafa báðum leikjum sínum í milliriðli.
Ekki er hægt að afskrifa Norður Makedóníumenn þótt þeir eigi Frakka í síðustu umferðinni. Tapi Ungverjar stigi eða stigum gegn Katar geta Norður Makedóníumenn gripið annað sæti riðilsins með sigri á Frökkum eða jafntefli. Norður Makedónía er stigi á eftir Ungverjum fyrir síðustu umferðina á morgun.
Jafntefli varð í viðureign Ungverjaland og Norður Makedóníu í fyrstu umferð riðlakeppninn, 27:27. Einnig er markatala liðanna jöfn.
Veik von Hollendinga
Hollendingar eiga veika von um sæti í milliriðli. Þeir verða að vinna Austurríkismenn á morgun og vonast til að Ungverjar tapi fyrir Katar og Norður Makedóníumenn taki ekki meira en eitt stig af Frökkum. Hollendingar standa vel að vígi gagnvart Norður Makedóníu en höllum fæti gagnvart Ungverjum eftir tap fyrir þeim.
Sjá einnig: