Fram varð Íslandsmeistari í 4. flokki karla, eldra ári, eftir æsispennandi leik við Hauka í úrslitum í dag að Varmá, 22:21. Elí F. Traustason kórónaði frábæran leik sinn þegar hann skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu með þrumuskoti sem söng í markvinklinum en áður höfðu bæði lið fengið tækifæri til þess að skora en staðan var jöfn, 21:21, lengi vel.
Haukar voru marki yfir í hálfleik, 11:10.
Elí var í leikslok valinn maður leiksins og var svo sannarlega vel að því kominn.
Mörk Hauka: Birkir Steinn Steinsson 10, Gísli Rúnar Jóhannsson 6, Pétur Már Jónasson 3, Stefán Karolis Stefánsson 1, Hilmir Helgason 1.
Mörk Fram: Elí F. Traustason 9, Eiður Rafn Eiðsson 6, Arnþór Sævarsson 3, Daníel Stefán Reynisson 2, Reynir Þór Stefánsson 2.