- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram og HK fögnuðu í Höllinni – myndir

- Auglýsing -

HK varð í dag bikarmeistari í 3. flokki kvenna þegar leikið var til úrslita á lokadegi Poweradebikarhátíðarinnar í Laugardalshöll sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudaginn. Fram er bikarmeistari í 3. flokki karla og einnig í 4. flokki karla, eldra ári.


HK vann Val í úrslitaleiknum í 3. flokki kvenna, 27:21. Jafnt var eftir fyrri hálfleik, 10:10. HK-liðið var mun sterkara í síðari hálfleik.


Embla Steindórsdóttir, HK, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Hún skoraði sjö mörk í leiknum.


Fram vann KA í hörkuviðureign í úrslitaleiknum í 3. flokki karla. Vart mátti á milli liðanna sjá lengst af. Framarinn Kjartan Þór Júlíusson var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Hann skoraði 12 mörk og reyndist KA-mönnum óþægur ljár í þúfu.


Fram lagði Hauka í miklum markaleik í úrslitum 4. flokks karla, eldra ári, 39:30. Staðan í hálfleik var 23:18. Viktor Bjarki Daðason fór hamförum í leiknum og skoraði 20 mörk, þar af 11 í fyrri hálfleik. Hann var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins.

Bikarmeistarar Fram í 3. flokki karla. Mynd/HSÍ


Leikmenn bikarmeistara Fram í 3. flokki karla: Garpur Druzin Gylfason (m), Breki Hrafn Árnason (m), Eggert Ólafsson (m), Arnþór Sævarsson, Eiður Rafn Valsson, Reynir Þór Stefánsson, Ágúst Máni Ágústsson, Daníel Stefán Reynisson, Kjartan Þór Júlíusson, Max Emil Stenlund, Elí Falkvard Traustason, Marel Baldvinsson, Marel Baldvinsson, Tindur Ingólfsson, Theodór Sigurðsson.
Þjálfarar og aðstoðarmenn: Haraldur Þorvarðarson, Kristján S. Kristjánsson, Róbert Árni Guðmundsson, Ísak Sigfússon.

Bikarmeistarar HK í 3. flokki kvenna. Mynd/HSÍ


Leikmenn bikarmeistara HK í 3. flokki kvenna: Íris Eva Gísladóttir (m), Ethel Gyða Bjarnasen (m), Leandra Náttsól Salvamoser, Auður Katrín Jónasdóttir, Embla Steindórsdóttir, Amelía Laufey M. Gunnarsdóttir, Jóhanna Lind Jónasdóttir, Rakel Dórothea Ágústsdóttir, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir, Aníta Eik Jónsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir, Anna Valdís Garðarsdóttir, Katrín Hekla Magnúsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín.
Þjálfarar og aðstoðarmenn: Kristín Guðmundsdóttir, Eva Hrund Harðardóttir, Margrét Ýr Björnsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.

Bikarmeistarar Fram í 4. flokki karla, eldra ár. Mynd/HSÍ


Leikmenn bikarmeistara Fram í 4. flokki karla, eldra ár: Arnar Darri Bjarkason (m), Gunnar Páll Kristjánsson (m), Alexander Bridde Elíasson, Sigurður Helgi Pétursson, Caner Bekir Hannes Koca, Jökull Bjarki Elfu Ómarsson, Logi Freyr Andreuson, Alex Unnar Hallgrímsson, Jóhann Dagur Róbertsson, Darri Hilmarsson, Kristófer Tómas Gíslason, Aron Óli Saber Thelmuson, Viktor Bjarki Daðason, Jón Sigurður Bjarnason.
Þjálfarar og aðstoðarmenn: Haraldur Þorvarðarson, Róbert Árni Guðmundsson, Ísak Sigfússon, Haraldur Daði Hafþórsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -