- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar fóru með bæðin stigin frá Eyjum

Breki Hrafn Árnason, markvörður Fram. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Leikmennirnir ungu í Fram2 gáfu liðsmönnum Handknattleiksbandalag Heimaeyjar ekki neinn afslátt í fyrsta heimaleik síðarnefnda liðsins á Íslandsmóti í handknattleik í dag, Grill 66-deild karla.

Framararnir léku af fullum þunga og unnu leikinn sem seint verður minnst fyrir burðugan varnarleik. Alls voru skoruð 80 mörk í Vestmannaeyjum í dag, af þeim skoruðu Framarar 42 mörk. Heimamenn í HBH máttu gera sér að góðu að tapa þrátt fyrir að hafa skorað 38 mörk.

Framarar voru með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 22:18. Jafnræði var með liðunum við markaskorun í síðari hálfleik í þessum lokaleik 2. umferðar Grill 66-deildar karla.

Fram2 hefur þar með unnið tvær fyrstu viðureignir sínar í deildinni eins og Víkingur. Eyjaliðið hefur á hinn bóginn tapað tvivsar. Auk leiksins í dag beið HBH lægri hlut eftir heimsókn til Vals fyrir rúmri viku.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildinni.

Mörk HBH: Elís Þór Aðalsteinsson 7, Hinrik Hugi Heiðarsson 7, Kristófer Ísak Bárðarson 7, Andrés Marel Sigurðsson 5, Andri Magnússon 3, Andri Erlingsson 3, Adam Smári Sigfússon 2, Breki Þór Óðinsson 2, Jason Stefánsson 2.
Varin skot: Helgi Þór Adolfsson 10.

Mörk Fram2: Arnþór Sævarsson 11, Sigurður Bjarki Jónsson 7, Max Emil Stenlund 6, Marel Baldvinsson 6, Alex Unnar Hallgrímsson 4, Tindur Ingólfsson 4, Agnar Daði Einarsson 2, Róbert Árni Guðmundsson 1, Benjamín Björnsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 13.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -