- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar komnir inn á sigurbraut á nýjan leik

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var markahæstur Framarar í leiknum við HK. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Bikarmeistarar Fram komust inn á sigurbraut á nýjan leik í kvöld þegar þeir lögðu HK, 38:33, í fjórða og síðasta leik dagsins í Olísdeild karla í handknattleik í Kórnum í Kópavogi. Fram tapaði í vikunni fyrir Val í 19. umferð Olísdeildarinnar.

Fram var marki yfir í hálfleik, 17:16. Sigurinn var torsóttur og það var ekki fyrr en á síðustu mínútunum sem Fram-liðið komst yfir og gerði sig líklegt til þess að vinna.


HK-ingar reyndu að leysa upp leikinn á síðustu mínútum með því að leika maður á mann. Sú tilraun tókst ekki og fyrir vikið var munurinn meiri í leikslok en efni stóðu til lengst af.

Leikurinn fór hægt af stað. Framarar voru þó heldur beittari og náðu þriggja til fjögura marka forskoti sem HK tókst að jafna á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Dagur Fannar Möller skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks á síðustu sekúndunum, 17:16, fyrir Fram.

Síðari hálfleikur var jafn og spennandi þar til á síðustu mínútunum. Munaði ekki síst um góða frammistöðu Breka Hrafns Árnasonar markvarðar Fram sem sendur var á vettvang.
Fram er með 29 stig í þriðja sæti, sama fjölda stiga og FH sem á leik til góða á morgun gegn Aftureldingu sem er tveimur stigum á eftir.

Þetta var annað tap HK í röð. Liðið situr í áttunda sæti með 16 stig, þremur stigum á undan KA sem sækir Stjörnuna heim á morgun.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Mörk HK: Kári Tómas Hauksson 6, Sigurður Jefferson Guarino 6, Hjörtur Ingi Halldórsson 6, Leó Snær Pétursson 5, Aron Dagur Pálsson 4, Tómas Sigurðarson 2, Júlíus Flosason 2, Ágúst Guðmundsson 1, Benedikt Þorsteinsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9, 20,9% – Jovan Kukobat 5, 55,6%.

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 8, Ívar Logi Styrmisson 8/2, Reynir Þór Stefánsson 7, Dagur Fannar Möller 6, Erlendur Guðmundsson 3, Ólafur Jóhann Magnússon 2, Max Emil Stenlund 2, Marel Baldvinsson 1, Eiður Rafn Valsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 10, 34,5% – Breki Hrafn Árnason 9, 39,1%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -