- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar lögðu Hauka – úrslit dagsins og staðan

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fram gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka í fyrstu umferð ársins í Olísdeild kvenna á Ásvöllum í kvöld 30:23. Er þetta einungis annað tap Hauka í deildinni á leiktíðinni. Af þessu leiðir að Valur situr einn í efsta sæti deildarinnar að loknum leikjum 11. umferð. Valur lagði ÍR, 35:22, í Skógarseli eftir hádegið og er hefur þar með tveggja stig forskot á Hauka.

Fram er í þriðja sæti Olísdeildar með 14 stig, tveimur stigum á undan ÍBV sem lagði Aftureldingu að Varmá, 27:21. Marta Wawrzykowsk markvörður ÍBV lék leikmenn Aftureldingar grátt.

Stjarnan hafði sætaskipti við Aftureldingu og KA/Þór með sannfærandi sigur á KA/Þór í Mýrinni, 24:19. Darija Zecevic markvörður Stjörnunnar átti stórleik og var meginmunurinn á liðunum þegar upp var staðið.


Stjarnan er í sjötta sæti, fimm stigum á eftir ÍR sem hefur komið sér vel fyrir í fimmta sæti deildarinnar. Afturelding rekur lest átta liða.

Framarar léku afar góða vörn gegn Haukum á Ásvöllum í dag. Varð það til þess að leggja grunn að sigri liðsins. Að loknum fyrri hálfleik var forskot Fram tvö mörk, 13:11.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.

Úrslit dagsins í Olísdeild kvenna

Haukar – Fram 23:30 (11:13).
Mörk Hauka: Inga Dís Jóhannsdóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 5/2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Sara Odden 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 9, 32,1% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, 15,4%.
Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 6/5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 11/2, 32,4%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Stjarnan – KA/Þór 24:19 (17:11).
Mörk Stjörnunnar: Anna Karen Hansdóttir 8, Eva Björk Davíðsdóttir 5/1, Embla Steindórsdóttir 4, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Ivana Jorna Meincke 1, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 16/1, 48,5% – Elísabet Millý Elíasardóttir 0.
Mörk KA/Þórs: Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 5/3, Telma Lísa Elmarsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3/3, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 2, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 1, Rafaele Nascimento Fraga 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Nathalia Soares Baliana 1.
Varin skot: Matea Lonac 8/1, 25%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Afturelding – ÍBV 21:27 (9:13).
Mörk Aftureldingar: Hildur Lilja Jónsdóttir 6/1, Anna Katrín Bjarkadóttir 5, Susan Ines Gamboa 4, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Ragnhildur Hjartardóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 12, 30,8%.
Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 6, Elísa Elíasdóttir 5, Amelía Einarsdóttir 4/1, Þóra Björg Stefánsdóttir 3, Karolina Olszowa 3, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2.
Varin skot: Marta Wawrzykowsk 18, 48,6% – Réka Edda Bognár 1, 33,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

ÍR – Valur 22:35 (11:18).
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 8/2, Sara Dögg Hjaltadóttir 6, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 1, 5,6% – Hildur Öder Einarsdóttir 0.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 9/5, Thea Imani Sturludóttir 7, Lilja Ágústsdóttir 7, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 9/3, 42,9% – Sara Sif Helgadóttir 3, 23,1%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.

Skiptir mestu að ganga sáttar frá leiknum

Meistararnir hófu árið með stórsigri

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -