Fram innsiglaði annað sætið í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á ÍR, 25:22, í Skógarseli 19. umferð deildarinnar. Framarar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10, og náðu mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik. Leikur Fram-liðsins var nokkuð sveiflukenndur en þó var sigurinn aldrei í hættu.
Framarar hafa þar með fjögurra stiga forskot á Hauka sem er í þriðja sæti deildarinnar þegar hvort lið á tvær viðureignir eftir. Vegna þess að Framarar standa betur að vígi í innbyrðisviðureignum við Hauka getur Hafnarfjarðarliðið aldrei hrifsað annað sætið af Fram.
Fram ásamt Val situr þar með yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Víst er að Haukar, ÍR, Selfoss taka þátt í fyrstu umferðinni en hvort Stjarnan eða ÍBV verður fjórða liðið er fullsnemmt að segja til um.
ÍR-ingar eru í harðri keppni við Selfoss um fjórða sætið og þar af leiðandi um heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Selfoss sækir ÍBV heim á laugardaginn. Aðeins munar einu stigi á ÍR og Selfoss, ÍR í hag.
ÍR-ingar héldu í við Fram fyrstu 15 mínútur leiksins í kvöld. Í stöðunni 8:8 skoraði Fram fimm mörk í röð og náði forskoti sem liðið hélt meira og minna til leiksloka.
Leikir tveggja síðustu umferða:
20. umferð – fimmtudaginn 27. mars:
Fram – ÍBV, kl. 19.30.
Haukar – ÍR, kl. 19.30.
Grótta – Valur, kl. 19.30.
Stjarnan – Selfoss, kl. 19.30.
21. og síðasta umferð fimmtudaginn 3. apríl:
Selfoss – Fram, kl. 19.30.
ÍBV – Haukar, kl. 19.30.
ÍR – Grótta, kl. 19.30.
Valur – Stjarnan, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk ÍR: Katrín Tinna Jensdóttir 8, Sara Dögg Hjaltadóttir 7/3, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, María Leifsdóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 9, 33,3% – Hildur Öder Einarsdóttir 1, 12,5%.
Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Valgerður Arnalds 4, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Alfa Brá Hagalín 4, Berglind Þorsteinsdóttir 3/3, Steinunn Björnsdóttir 1, Íris Anna Gísladóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 11/1, 42,3% – Ethel Gyða Bjarnasen 0.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.