- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar semja við Svartfelling og Króata

Nýir leikmenn Fram, Luka Vukicevic og Marko Coric leik með Fram á nýjum heimavelli á næsta keppnistímabili. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Framarar ætla að blása til enn kröftugrar sóknar á næsta keppnistímabili í Olísdeild karla í handknattleik samhliða flutningi höfuðstöðva sinna í Úlfarsárdal. Í morgun tilkynnti handknattleiksdeildin að hún hafi samið við Svartfellinginn Luka Vukicevic og Króatann Marko Coric frá og með næstu leiktíð. Báðir eru um þessar mundir í herbúðum austurríska liðsins Bregenz.


Vukicevic er fæddur árið 2002 í Svartfjallalandi. Hann er hægri skytta sem hefur verið að gera það gott og lék meðal annars sinn fyrsta A-landsleik fyrir Svartfjallaland á árinu. Vukicevic lék með Lovcen í heimalandi sínu og var þeirra markahæsti maður er liðið varð bæði bikar- og landsmeistari. Vukicevic gekk til liðs við Bregenz fyrir tveimur árum og var meðal annars valinn besta hægri skytta úrslitakeppninnar í Austurríki á síðustu leiktíð. Vukicevic hefur leikið með öllum yngri landsliðum Svartfjallalands við góðan orðstír, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fram.


Coric er króatískur línumaður. Hann er 199 sentimetrar á hæð og um 115 kg. Coric hóf feril sinn í Króatíu með RK Hrvatski Dragovoljac en flutti sig til RK Ribola Kastela og lék með liðinu í fjögur tímabil. Fyrir fjórum árum gekk hann til liðs við Bregenz í Austurríki. Þar hefur hann átt góðu gengi að fagna. Coric lék með yngri landsliðum Króatíu og var meðal annars í liðinu þegar Króatar lentu í 4. sæti á EM (U20) í Danmörku 2016.


„Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur í Fram að fá þessa tvo öflugu leikmenn til liðs við okkur. Þeir munu styrkja liðið sem og að miðla reynslu sinni til okkar ungu efnilegu leikmanna sem stefna hátt. Við horfum björtum augum til komandi tímabils í nýrri og glæsilegri aðstöðu með öflugt og vel mannað lið,“ segir Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður handknattleiksdeild Fram í tilkynningu í morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -