- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Framundan er spennandi janúar“

Mikill áhugi og talsverðrar bjartsýni gætir meðal margra um góðan árangur íslenska landsliðsins á HM í næsta mánuði. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við höfum bullandi trú á liðinu og hlökkum til keppinnar. Framundan er spennandi janúar,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik á blaðamannafundi fyrir hádegið í dag þegar hann greindi frá vali sínu á keppnishópi Íslands á heimsmeistaramótinu sem stendur fyrir dyrum í næsta mánuði.

Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfari og Elvar Ásgeirsson eiga örugglega eftir að bera oft saman bækur sínar á HM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Eins og handbolti.is sagði frá í morgun kallar Guðmundur Þórður saman 19 leikmenn til æfinga en væntanlega fara 18 þeirra með á HM þar sem tefla má fram 16 leikmönnum í hverri viðureign.

Æfingar á milli jóla og nýárs

Guðmundur Þórður reiknar með að hefja æfingar strax á milli jóla og nýárs með þeim leikmönnum sem eru nú þegar lausir frá félagsliðum sínum og komnir til landsins. Átta leikmenn koma ekki til móts við hópinn fyrr en 2. janúar vegna þess að þeir eiga eftir að leika með liðum sínum á allra síðustu dögum ársins.

Daníel Þór Ingason bankaði fast á dyr landsliðsins að sögn landsliðsþjálfarans. Ekki dugði það til að upplokið yrði að þessu sinni fyrir Daníel Þór. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ekki einfalt val

Eins og venjulega sagði Guðmundur Þórður að valið hafi verið erfitt. Hópur sterkra leikmanna sem hann hefur úr að velja stækkar með hverju ári sem væri jákvætt.

Hákon Daði Styrmisson sleit krossband í hné rétt fyrir EM fyrir ári. Hann er klár í slaginn fyrir HM og er í landsliðshópnum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Hefur leikið gríðarlega vel

Athygli vakti að Hákon Daði Styrmisson var valinn sem annar kostur í vinstra hornið með Bjarka Már Elíssyni. „Við höfum úr góðum hópi að velja í vinstra horninu eins og sumstaðar annarstaðar. Hákon Daði hefur spilað gríðarlega vel með Gummersbach í vetur og því tók ég hann fram yfir aðra. Ég hef fylgst með Stiven [Tobar Valencia] sem hefur leikið vel með Val. Eins kom Orri Freyr Þorkelsson til greina en niðurstaðan varð þessi,“ sagði Guðmundur á blaðamannfundinum.

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er á leiðinni á annað heimsmeistaramótið í röð með íslenska landsliðinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Hefur aðra eiginleika

„Kristján Örn [Kristjánsson] hefur aðra eiginleika en Ómar Ingi [Magnússon] og Viggó [Kristjánsson] og þess vegna valdi ég hann en það var ekki alveg augljóst því Teitur Örn Einarsson hefur leikið afar vel með Flensburg. Valið var erfitt því við búum svo vel að eiga fjórar frábærar skyttur til þess að leika hægra megin á vellinum,“ sagði Guðmundur Þórður ennfremur.

Viggó Kristjánsson er í HM-hópnum í annað sinn. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Hefðbundinn hornamaður

Teitur Örn var í EM-hópnum í upphafi þessar árs og átti ásamt Viggó og Kristjáni Erni að hlaupa úr skarðið fyrir Sigvalda Björn Guðjónsson. Minna varð úr því en efni stóðu til og fór svo Sigvaldi Björn lék nánast alla leiki íslenska landsliðsins á mótinu. Ýfði álagið upp meiðsli hjá Sigvalda með þeim afleiðingum að hann lék ekkert meira með félagsliði sínu það sem eftir var leiktíðar. Svo virðist sem Guðmundur Þórður hafi lært af reynslunni því hann valdi hefðbundinn hornamann með Sigvalda Birni, Óðinn Þór Ríkharðsson sem farið hefur á kostum með Kadetten Schaffhausen.

Arnar Freyr Arnarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson verður vonandi hressir á HM í næsta mánuði. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Gríðarlegt álag á Sigvalda

„Álagið á Sigvalda var gríðarlegt á EM og ljóst að við verðum að fara með tvo leikmenn í hægri hornastöðunni. Óðinn er þess vegna kallaður inn. Hann lék afar vel með okkur í vor í undankeppni HM gegn Austurríki. Til viðbótar hefur hann leikið vel í Sviss í vetur eftir að hann jafnaði sig af meiðslum,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik á blaðamannafundi í morgun.

Ýmir Örn Gíslason og Gísli Þorgeir Kristjánsson verða í eldlínunni á HM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Fyrsti leikur 12. janúar

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á HM verður 12. janúar gegn Portúgal. Þar á eftir taka við leikir gegn Ungverjum og Suður Kóreu 14. og 16. janúar.


Áður en haldið verður til Svíþjóðar, þar sem leikir Íslands á HM fara fram, leggur landsliðið lykkju á leið sína og fer til Þýskalands til tveggja leikja við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í Bremen og Hannover 7. og 8. janúar.

Nítján leikmenn í HM-hópnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -