- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Franski snillingurinn til Berlínar

- Auglýsing -

Franski handknattleikssnillingurinn Dika Mem mun ganga til liðs við þýska meistaraliðið Füchse Berlín sumarið 2027 þegar samningur hans við spænsku meistarana í Barcelona rennur út.

Handball World greinir frá því að Mem hafi veitt munnlegt samþykki fyrir því að ganga til liðs við Füchse þarnæsta sumar (2027) en þegar hafði verið greint frá því að þýsku meistararnir ættu í samningaviðræðum við Mem.

PSG var einnig áhugasamt

Franska stórliðið PSG hafði einnig borið víurnar í hann en Füchse Berlín virðist nú hafa unnið kapphlaupið um Mem, sem er 28 ára hægri skytta.

Aðeins á eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum og samkvæmt þýska miðlinum Bild skrifar hann undir fjögurra ára samning.

Daninn Simon Pytlick mun einnig ganga til liðs við Füchse Berlín frá SG Flensburg-Handewitt sumarið 2027 og fyrir er landi hans Mathias Gidsel hjá félaginu. Útilína liðsins verður þá orðin ansi óárennileg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -