- Auglýsing -
- Auglýsing -

Franskur dagur á kostnað Dana

Leikmenn franska liðsins Metz höfðu ástæðu til að gleðjast í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það voru tveir leikir á dagskrá í Meistaradeild kvenna í dag og þar með lauk níundu umferðinni í Meistaradeild kvenna. Þetta var jafnframt síðasta umferðin í Meistaradeildinni áður en að keppni hefst á Evrópumeistaramótinu í desember.  

Franska liðið Metz fór í heimsókn til Esbjerg þar sem gestirnir byrjuðu betur og eftir 18 mínútna leik voru þær frönsku með forystu, 11-7. En lokakaflinn í fyrri hálfleik var erfiður fyrir Metz. Síðustu 7 mínútur hálfleiksins skoraði liðið ekki mark og það nýtti heimaliðið sér með því að skora sjö mörk og voru með 16-12 forystu þegar flautað var til hálfleiks. 

Frammistaða Sako skipti sköpum

Franska liðið fór vel yfir leik sinn í hálfleiknum og var allt annað að sjá til þess í seinni hálfleik þar sem miklu munaði um góða frammistöðu Hatadou Sako markvarðar. Hún varði sjö skot í seinni hálfleik en það var stór þáttur í því að gestirnir fóru með sigur af hólmi, 28-25.

Með þessum sigri jafnaði Metz ungverska liðið FTC að stigum í þriðja sæti riðilsins. Þetta var hins vegar fjórði tapleikur Esbjerg í röð og sjöundi leikur liðsins í röð án þess að krækja í stig.

Brest skoraði 11 mörk í röð

Í hinum leik dagsins voru það einnig lið frá Frakklandi og Danmörku sem áttust við þegar að Odense heimsótti Brest. Gestirnir komu ákveðnir til leiks. Eftir átján mínútna leik var staðan 10-8 gestunum í vil en heimastúlkur náðu góðum lokakafla í fyrri hálfleik og höfðu tveggja marka forystu í hálfleik 15-13.

Seinni hálfleikurinn byjaði á því að liðin skiptust á um að skora en franska liðið tók svo flottan 14 mínútna kafla þar sem það skoraði 11 mörk án þess að Odense næði að klóra í bakkann. Breyttist staðan úr 18-15 í 29-15 og þar með var grunnurinn lagður að öruggum sigri Brest, 32-21.

Markverðir í aðalhlutverki

Það má með sanni segja að markmenn liðanna hafi verið í aðalhlutverki í þessum leik en Althea Reinhardt markvörður Odense varði 12 skot í leiknum en hin danska Sandra Toft markvörður Brest átti heldur betur stórleik þar sem hún varði 18 skot og auk þess að skora 2 mörk yfir allan völlinn. 

Brest hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er með fjórtán stig og náðu því að jafna Györ í toppsæti B-riðils. Odense er í fjórða sæti riðilsins með 10 stig eftir að hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum.

Stöðurnar í riðlunum er að finna fyrir neðan úrslit og markaskorara dagsins.

Úrslit dagsins

Esbjerg 25-28 Metz (16-12)
Mörk Esbjerg: Nerea Pena 5, Mette Tranborg 5, Sanna Solberg 4, Sonja Frey 3, Marit Jacobsen 3, Marit Malm Frafjord 2, Kristine Breistol 2, Vilde Ingstad 1.
Varin skot: Rikke Poulsen 5.
Mörk Metz: Louise Burgaard 5, Meline Nocandy 5, Jurswailly Luciano 4, Debbie Bont 3, Orlane Kanor 3, Olga Perederiy 2, Camila Micijevic 2, Manon Houette 1, Astrid N’gouan 1, Tjasa Stanko 1, Laura Kanor 1.
Varin skot: Hatadou Sako 12.

Brest 32-21 Odense (15-13)
Mörk Brest: Ana Gros 6, Kalidiatou Niakate 6, Paulette Foppa 4, Isabelle Gullden 3, Sladjana Pop-Lazic 3, Coralie Lassource 2, Alicia Toublanc 2, Constance Mauny 2, Pauline Coatanea 1, Djurdjina Jaukovic 1.
Varin skot: Sandra Toft 18, Agathe Quiniou 1.
Mörk Odense: Helena Hageso 5, Freja Kyndboel 3, Lois Abbingh 2, Rikke Iversen 2, Jessica Da Silva 2, Malene Aambakk 2, Nycke Groot 1, Anne Cecilie de la Cour 1, Mie Hojlund 1, Katja Johansen 1, Ayaka Ikehara 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 12, Tess Wester 3.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -