- Auglýsing -
Vegna ófærðar hefur leik Harðar og FH í 16-liða úrslitum Coca Cola bikar karla í handknattelik verið frestað til morguns, sunnudags. Vonast er til að þá verði hægt að flauta til leiks klukkan 15.
Ófært er með flugi til Ísafjarðar en FH-ingar áttu að fara í loftið frá Reykjavík klukkan 11.15. Af því varð ekki.
Viðureigninni hefur oftsinnis verið frestað, annað hvort vegna covid eða ófærðar. Sigurliðið mætir Þór Akureyri í átta liða úrslitum keppninnar.
- Auglýsing -