- Auglýsing -
Leik Fram og ÍBV í Olísdeild kvenna sem fram átti að fara í dag í Lambhagahöllinni hefur verið frestað til morguns, sunnudags. Breyting var gerð á ferðum Herjólfs í morgun með þeim afleiðingum að lið ÍBV átti ekki kost á því að komast til lands í tæka tíð.
Liðin hafa því komist að samkomulagi að leikurinn verði á morgun, sunnudag. Flautað verður til leiks hvorki fyrr né síðar en klukkan 18.30.
- Auglýsing -



