- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frökkum tókst að kreista út sigur í kvöld eftir tap í gær

Hornamennirnir Kristófer Máni Jónasson og Símon Michael Guðjónsson og félagar í íslenska landsliðinu mættu Frökkum aftur í kvöld. Mynd/Jónas Árnason
- Auglýsing -

Frakkar voru ívið sterkari en Íslendingar á endasprettinum í síðari viðureign 21 árs karlalandsliða þjóðanna í handknattleik karla Amiens í Frakklandi. Frökkum tókst að kreista út eins marks sigur, 33:32. Íslenska liðið, sem vann leikinn í gær með níu marka mun, 33:24, var yfir að loknum fyrri hálfleik í kvöld, 18:15.

Íslensku piltarnir fengu möguleika á að jafna metin undir lokin en markvörður franska liðsins reyndist vandanum vaxinn.


Þrátt fyrir tap þá lék íslenska liðið vel í kvöld. Frakkar eru með eitt allra öflugast landslið Evrópu í þessu aldursflokki og hafnaði m.a. í sjötta sæti á EM í Portúgal á síðasta sumri.


Leikirnir tveir voru kærkominn undirbúningur fyrir íslenska landsliðið áður en kemur að þátttöku þess á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Grikklandi og í Þýskalandi í lok júní og í byrjun júlí í sumar. Þjálfarar liðsins eru Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson.


Mörk Íslands: Símon Michael Guðjónsson 6, Benedikt Gunnar Óskarsson 5/4, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Andri Már Rúnarsson 4, Arnór Viðarsson 3, Kjartan Þór Júlíusson 2, Tryggvi Þórisson 2, Róbert Snær Örvarsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Reynir Þór Stefánsson 1, Stefán Orri Arnalds 1.

Varin skot: Adam Thorstensen 6, Bruno Bernat 5.

Íslenska liðið kemur heim á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -