- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FTC áfram á siglingu – Esbjerg vann í Rússlandi

Anett Kovacs leikmaður FTC stöðvar Matea Pletikosic leikmann Buducnost í leik liðanna í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það voru tveir leikir í A-riðli Meistarardeildar Evrópu í handknattleik kvenna í dag þegar flautað var til leiks á ný eftir sjö vikna hlé. Ungverska liðið FTC tók á móti Buducnost þar sem að heimakonur fóru með sigur af hólmi, 26-22. Þær halda áfram að bæta félagsmet sitt í Meistaradeildinni og hafa nú unnið átta leiki af þeim níu sem búnir eru. Þessi sigur setur liðið í annað sætið, aðeins einu stigi frá topp sætinu. FTC-liðið er líklegt til þess að tryggja annað af topp sætunum sem myndi gefa farseðil beint í 8-liða úrslit.

Það var boðið uppá háspennu í hinum leik dagsins þar sem að Rostov-Don og Esbjerg áttust við. Dönsku gestirnir voru sterkari á lokakaflanum þegar heimaliðið skoraði aðeins fimm mörk á síðustu 22 mínútunum. Það nýttu leikmenn Esbjerg sér og unnu, 27-25, og komust í efsta sæti riðilsins.


FTC 26-22 Buducnost (18-11)

  • Blanka Bíró átti góðan leik í fyrri hálfleik í marki FTC. Hún var með 41% markvörslu en þær svartfellsku náðu aðeins að skora í sjöunda hverju skoti í fyrri hálfleik.
  • Annan leikinn í röð var það þýska stórskyttan Emily Bölk sem varð markahæst í liði FTC. Hún skoraði átta mörk.
  • Ungverska liðið er enn ósigrað á heimavelli. Það hefur unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli. Buducnost hefur tapað fimm útileikjum á leiktíðinni.
  • Þetta var áttundi tapleikur í níu leikjum hjá Buducnost og fara möguleikar liðsins á að komast áfram að verða afar litlir. Liðið er fimm stigum frá sjötta sæti.

Rostov-Don 25-27 Esbjerg (15-12)

  • Varnarmönnum Rostov gekk vel að halda aftur af skyttum danska liðsins í leiknum. Það leiddi til þess að það losnaði um Marit Malm Frafjord á línunni. Hún var markahæst í liði Esbjerg með sex mörk
  • Jesper Jensen þjálfari Esbjerg ákvað að setja Rikke Poulsen í markið í seinni hálfleik. Það bar árangur og danska liðið náði góðum 7-1 kafla og komust í fyrsta skipti yfir, 23-21, á 48. mínútu.
  • Rikke Poulsen varði átta skot, 42% markvörslu, og var skerið sem leikmenn rússneska liðsins steyttu á.
  • Þetta var annar tapleikur Rostov Don á heimavelli og er liðið í þriðja sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Esbjerg.
  • Esbjerg hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð, þar af hafa fimm leikjanna unnist.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -