Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Volda Handball sem leikur í næst efstu deild norska handknattleiksins. Hún verður einnig fyrirliði liðsins á næsta keppnistímabili sem verður hennar fjórða hjá Volda.
Volda var nærri sæti í úrvalsdeildinni í vor. Liðið tapaði naumlega fyrir Haslum í oddaleik í umspili. Áður hafði Volda hafnað í öðru sæti næst efstu deildar, sjónarmun á eftir Fjellhammer.
Dana Björg gekk til liðs við Volda fyrir þremur árum þegar liðið átti sæti í efstu deild og lék undir stjórn Halldórs Stefáns Haraldssonar.
Dana Björg er 23 ára gömul og hefur leikið níu landsleiki og skoraði 20 mörk. Hún lék sínn fyrsta landsleik í október á síðasta ári gegn Pólverjum og hefur síðan ekki misst úr leik.
Landsliðskonan er í úrvalsliðinu í Noregi
Dana Björg eftirlæti stuðningsfólks Volda annað árið í röð
Pabbi sagði mér að hringja í sig strax eftir æfingu