- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsta tapið á leiktíðinni

Magnus Saugstrup skoraði aðeins eitt mark þegar Aalborg tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danmerkurmeistarar Aalborg Håndbold í handknattleik karla töpuðu í fyrsta sinn á keppnistímabilinu í dag þegar þeir sóttu Bjerringbro/Silkeborg heim, 28:26. Álaborgarliðið var marki yfir í hálfleik, 15:14. Fram að leiknum í dag hafði Aalborg leikið 12 leiki í dönsku úrvalsdeildinni og í Meistaradeild Evrópu án þess að tapa, þar af voru sigurleikirnir 11.

Leikurinn var hnífjafn og spennandi frá upphafi og til enda og ekki munaði nema einu marki á liðunum fyrr en sjö mínútur voru til leiksloka þegar heimaliðið náði í fyrsta sinn tveggja marka forystu, 25:23. Leikmenn Álaborgar náðu aldrei að jafna metin eftir það og þegar kom inn á síðustu mínútuna var Bjerringbro/Silkeborg með þriggja marka forskot.

William Bogojevic, Nikolas Öris Nielsen og Sebastian Skube skoruðu sex mök hver fyrir Bjerringbro/Silkeborg og voru markahæstir. Nikolaij Læsö var markahæstur hjá Aalborg, skoraði einnig sex mörk.

Aalborg Håndbold, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, heldur efsta sæti deildarinnar þrátt fyrir tapið. Liðið hefur 15 stig eftir níu leiki. GOG er næst á eftir með 14 stig og á leik til góða á meistarana. Bjerringbro/Silkeborg er í þriðja sæti með 12 stig.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -