- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsta tapið – þjálfarinn rekinn fyrir Íslandsför

Costică Buceschi landsliðsþjálfari Tyrklands stýrir ekki rúmenska liðinu HC Dunara Braila gegn Val á sunnudaginn. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Forráðamenn rúmenska handknattleiksliðsins H.C. Dunarea Braila sáu þann kost vænstan að skipta um þjálfara áður en haldið verður til Íslands þar sem liðið mætir Val í fyrri umferð undankeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik á sunnudaginn.


Eftir tvo sigurleiki, eitt jafntefli þá var tyrkneski þjálfarinn Costică Buceschi gert að taka pokann sinn í vikunni að loknu fyrsta tapleik H.C. Dunarea Braila á keppnistímabilinu um síðustu helgi.

Þrautreyndur danskur þjálfari, Jan Leslie Lund, hefur verið ráðinn í stað Buceschi sem var aðeins ár í starfi.

Undir stjórn Buceschi, sem einnig þjálfar kvennalandslið Tyrklands, hafnaði H.C. Dunarea Braila í þriðja sæti í bikarkeppninni Rúmeníu á síðasta tímabili og fjórða sæti í deildinni.

Einu tapi og mikið

Haft er eftir forseta félagsins á rúmenska vefnum Probala að gríðarlegur metnaður ríki innan félagsins fyrir að ná langt, jafnt heimavið og í Evrópukeppni. Til að ná markmiðunum er sá kostur valinn að skipta um þjálfara þrátt fyrir að Buceschi hafi náð góðum árangri á síðasta tímabili. Eitt tap er hinsvegar einu tapi of mikið.

Þrautreyndur Dani

Nýi Jan Leslie Lund er þrautreyndur. Hann var síðast þjálfari Horsens í Danmörku en var m.a. þjálfari Randers í fimm ár og stýrði liðinu til sigurs í dönsku úrvalsdeildinni. Einnig þjálfari Daninn um árabil hjá rússneska stórliðið Rostov-Don.

Viðureign Vals og H.C. Dunarea Braila hefst klukkan 17 á sunnudaginn í Origohöllinni Miðasala er hafin á Stubb. Viku síðar mætast liðin á ný í Braila í suðausturhluta Rúmeníu.

Fjórtán landsliðskonur

Á pappírunum er lið H.C. Dunarea Braila lítt árennilegt og ljóst að Íslandsmeistararnir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur síðdegis á sunnudaginn. Fjórtán af 21 leikmanni liðsins hefur leikið landsleiki, m.a. fyrir Rúmeníu, Rússland, Belarus, Serbíu, Króatíu, Spán og Brasilíu. Þrír leikmenn liðsins hafa leikið hver um sig á annað hundrað leiki fyrir landslið sín.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -