- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gengur á ýmsu í Noregi

Axel Stefánsson t.h. er annar þjálfara Storhamar í Noregi. Mynd/Storhamar Håndball Elite
- Auglýsing -

Storhamar, liðið sem Axel Stefánsson, þjálfar heldur sigurgöngu sinni áfram í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna. Í dag lagði Storhamar liðsmenn Byåsen örugglega á heimavelli með sex marka mun, 31:24, eftir að hafa verið yfir, 18:11, að loknum fyrri hálfleik.


Storhamar er með 12 stig að loknum sex leikjum eins og Sola. Evrópumeistarar Vipers sitja í þriðja sæti með 11 stig eftir óvænt jafntefli á dögunum.


Ekki gengur eins vel hjá Elíasi Má Halldórssyni og liðsmönnum hans í Fredrikstad Bkl. Þeir töpuðu í dag fyrir Larvik, 25:21, í Jotrun Arena, heimavelli Larvik. Fredrikstad Bkl. situr í níunda sæti með fjögur stig eftir sex umferðir.


Birta Rún Grétarsdóttir og liðsmenn hennar í Oppsal eru í 12. sæti með tvö stig en 14 lið eiga sæti í norsku úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu. Oppsal tapaði í dag á útivelli fyrir Aker Topphåndball, 27:19.

Þrátt fyrir vænlega stöðu í hálfleik og tveggja marka forskot, 15:13, þá fór allt í skrúfuna hjá liðsmönnum Oppsal í seinni hálfleik. Þeir skoruðu aðeins fjögur mörk en fengu á sig 14 og máttu þola slæman átta marka skell. Birta Rún skoraði ekki mark í leiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -