Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakka í handknattleik karla, fetaði á laugardaginn í fótspor ekki ómerkari manna í handknattleikssögunni en Rússans Vladimir Maksimov og Serbans Branislav Pokrajac. Gille varð þar með þriðji handknattleiksmaðurinn til þess að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem þjálfari og síðar í hlutverki landsliðsþjálfara.
Gille var leikmaður í sigurliði Frakka sem leikmaður 2008 og 2012. Hann tók við þjálfun landsliðsins eftir Evrópumeistaramótið 2020.
Pokrajac varð fyrstur til þess að vinna tvennuna. Hann var leikmaður sigurliðs Júgóslava á ÓL 1972 í München og var landsliðsþjálfari Júgóslava þegar þeir unnu gullið 12 árum síðar í Los Angeles.
Maksimov var í sigurliði Sovétríkjanna sem leikmaður í Montréal í Kanada 1976. Tuttugu og fjórum árum síðar stýrði hann rússneska landsliðinu til sigurs á Svíum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu.
Bróðir Guillaume Gille, Bertrand, var einnig leikmaður franska landsliðsins þegar það vann gullið 2008 og 2012. Að þessu sinni voru bræður leikmenn sigurliðs Frakka, Luka og Nikola Karabatic.
- Steinunn hefur leikið sinn síðasta landsleik
- Ísland fer á HM kvenna í þriðja sinn – 20. þjóðin til að tryggja sér farseðil
- Annar stórsigur – farseðill á HM er í höfn
- Heldur áfram hjá Amo HK næstu árin
- Umspil HM kvenna: Leikjadagskrá og úrslit