- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir í fótspor pabba síns!

Gísli Þorgeir Kristjánsson í úrslitaleiknum í Köln á í júní. Mynd/EPA
- Auglýsing -


Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, lék stórt hlutverk þegar Magdeburg varð Evrópumeistari með því að leggja pólska liðið Kielce í framlengdum úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða í Lanxess Arena í Köln, 30:29.

Gísli Þorgeir fór þá í fótspor pabba síns, Kristjáns Arasonar, sem varð fyrstur Íslendinga til að verða Evrópumeistari í flokkaíþróttagrein.

Kristján Arason t.h. fagnar þýska meistaratitlinum vorið 1988.

Kristján, sem var á sínum tíma talinn einn af bestu handknattleiksmönnum heims og sterkasti varnarmaðurinn, varð Evrópumeistari fyrir 33 árum, er hann lék með spænska liðinu Teka Santander, sem mætti sænska liðinu Drott í tveimur úrslitaleikjum í Evrópukeppni bikarhafa. Drott vann fyrri leikinn í Halmstad 24:22. Kristján og félagar sneru dæminu við heima 29. maí 1990, með því að fagna sigri 23:18; samanlagt 45:42.

Dansað var á götum Santander alla nóttina eftir leikinn.

Kristján varð þýskur meistari með Gummersbach 1988, en Gísli Þorgeir með Kiel 2020 og Magdeburg 2022.

Hér fylgir upptaka frá síðari úrslitaleiknum þar sem Kristján kom mikið við sögu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -