- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir sá allra besti í þýskum handknattleik

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður ársins í þýskum handknattleik 2023. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hafnfirðingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið kjörinn leikmaður ársins í þýska handknattleiknum. Niðurstaða af vali áhorfenda þýska handknattleiksins var kynnt í dag og hlaut Gísli Þorgeir yfirburða kosningu. Hann hlaut liðlega 48% atkvæða eftir að hafa átt hreint frábært keppnistímabil með þýska liðinu, jafnt í deildarkeppni og í Meistaradeild Evrópu.

Gísli Þorgeir verður í eldlínunni með SC Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar á morgun, laugardag, gegn Barcelona.

Þetta er annað árið í röð sem íslenskur handknattleiksmaður er kjörinn leikmaður ársins í þýskum handknattleik. Á síðasta ári varð samherji Gísla Þorgeirs hjá SC Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon, fyrir valinu.

Gísli Þorgeir skoraði m.a. 159 mörk á keppnistímabilinu í þýsku 1. deildinni og gaf 107 stoðsendingar.

Næstur á eftir Gísla Þorgeiri í valinu í ár varð markvörður Kiel og danska landsliðsins, Niklas Landin með um 24% atkvæða. Samuel Zehnder, Lemgo, varð þriðji.

Í vetur skrifaði Gísli Þorgeir undir nýjan samning við SC Magdeburg sem gildir til ársins 2028.

Leikmenn ársins í Þýskalandi síðustu fimm ár:

2022/23: Gísli Þorgeir Kristjánsson (SC Magdeburg).
2021/22: Ómar Ingi Magnússon (SC Magdeburg)
2020/21: Jim Gottfridsson (SG Flensburg-Handewitt).
2019/20: Domagoj Duvnjak (THW Kiel).
2018/19: Rasmus Lauge (SG Flensburg-Handewitt).

Undanúrslitaleikir Meistardeildar á morgun, laugardag:
Kl. 13.15 - SC Magdeburg - Barcelona
Kl. 16 - Kielce - PSG.
Sigurliðin í leikjunum á morgun mætast í úrslitaleik á sunnudag klukkan 16. Tapliðin leika um bronsið á sunnudaginn kl. 13.15.
Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum án endurgjalds á EHFtv.

Á dögunum var Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður SC Magdeburg á tímabilinu.

Einnig var Guðjón Valur Sigurðsson kjörinn þjálfari ársins í þýsku 1. deildinni fyrir skemmstu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -