- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góður jólabónus til norska liðsins fyrir sigur á EM

Norska landsliðið fer ekki jólaköttinn eftir EM í Danmörku. Mynd/Stanko Gruden / kolektiff
- Auglýsing -

Leikmenn norska kvennalandsliðsins fá góðan jólabónus ef þeir verða Evrópumeistarar í handknattleik á sunnudaginn. Hver leikmaður fær þá í sinn hlut 120.000 norskar krónu, jafnvirði um 1.750.000 íslenskra króna frá norska handknattleikssambandinu.
Fjórðungur upphæðarinnar er sérstaklega fyrir að tryggja norska landsliðinu sæti á næsta HM. Það markmið er þegar í höfn en fjögur efstu liðin á EM hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM sem fram fer á Spáni í desember á næsta ári.

Hljóti norska liðið silfurverðlun fær hver leikmaður alls 90.000 norskar krónur, liðlega 1.300.000 íslenskar. Þriðja sætið færir hverjum og einum liðlega eina milljón íslenskra króna og fjórða sætið tæplega 700.000 kr. Inni í öllum upphæðum er aukagreiðslan fyrir HM sætið sem þegar er í höfn. Ljóst er að norska landsliðið er þegar öruggt með lægstu upphæðina hvernig sem næstu tveir leikir fara.


Noregur mætir Danmörku í undanúrslitaleik á föstudagskvöld klukkan 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -