- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grænlendingar fara vel af stað í undankeppni HM

Leikmenn grænlenska landsliðsins fagna eftir öruggan sigur á landsliði Kanada í gærkvöld. Mynd/NACHC 2023 - Greenland
- Auglýsing -

Grænlendingar hafa farið vel af stað í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í Norður Ameríku og Karabíahafsríkja sem hófst í Nuuk á mánudaginn og lýkur á sunnudaginn. Grænlenska landsliðið vann landslið Kúbu örugglega í gær, 25:19. Það var annar sigur grænlenska landsliðsins í keppninni en á mánudaginn unnu Grænlendingar Kanadabúa með 11 marka mun, 30:19.

Fimm landslið taka þátt

Fimm landslið taka þátt í undankeppninni HM í þessum heimshluta. Auk landsliðs Grænlands sendu Bandaríkin, Kanada, Kúba og Mexíkó landslið til leiks í Nuuk. Landslið Púertó Ríkó, sem vann keppni Norður Ameríku og Karabíahafsríkja fyrir tveimur árum, tókst ekki að vera með að þessu sinni.

Landslið Kúbu, sem fyrirfram þótti líklegt til afreka hefur ekki staðið undir væntingum. Auk tapsins fyrir grænlenska landsliðinu máttu kúbversku konurnar sætta sig við tap fyrir Mexíkó, 32:26, á mánudaginn eftir að hafa misst móðinn í síðari hálfleik.

Uppbygging gengur hægt

Bandaríska landsliðið virðist ekki vera burðugt. Það tapaði fyrir kanadíska landsliðinu í gær, 26:11. Bandaríkin freista þess að byggja upp landslið fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í landinu 2028.

Grænlendingar hafa fjölmennt í íþróttahöllina í Nuuk og stutt mjög vel við landslið sitt. Mynd/NACHC 2023 – Greenland

Ekki verður slegið slöku við á mótinu í kvöld. Grænlendingar mæta Bandaríkjunum og Mexíkó og Kanada eigast við.
Eftir að liðin fimm hafa mætt hvert öðru á laugardaginn takast tvö efstu liðin á í úrslitaleik um farseðil á HM á sunnudagskvöld að íslenskum tíma.

Einu sinni verið með

Grænlendingar hafa einu sinni tekið þátt í HM kvenna. Síðan eru liðin 22 ár.

Undankeppni Norður Ameríku og Karabíahafsríkja er sú síðasta fyrir HM kvenna sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 29. nóvember og fram til 17. desember með 32 þátttökuliðum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -