- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gríðarleg vonbrigði að falla úr keppni

Snorri Steinn Guðjónsson fyrrverandi þjálfari Vals. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Það eru gríðarleg vonbrigði að falla úr keppni í bikarnum. Það segir sig sjálft,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í gærkvöldi eftir lið hans féll úr keppni í 8-liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar í karlaflokki eftir tap fyrir Stjörnunni, 30:29, í TM-höllinni í Garðabæ. Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmark Stjörnunnar þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Valur hefur unnið bikarkeppnina tvö síðustu ár.


Snorri Steinn tók leikhlé þegar um hálf mínúta var til leiksloka í jafnri stöðu, 29:29. Leikhléið skilaði ekki árangri og var boltinn dæmdur af liðinu þegar um 15 sekúndur voru eftir af leiktímanum í framhaldi af misheppnaðri línusendingu.

Lélegt leikhlé

„Leikhléið var lélegt, ég tek það á mig. Ég vildi að sóknin endaði með skoti en það tókst ekki. Hendur dómaranna komu fljótlega upp eftir að við byrjuðum að leika eftir hléið. Stundum heppnast hlutirnir hjá manni, stundum ekki. Það er svekkjandi þegar það sem lagt er upp með heppnaðist ekki,“ sagði Snorri Steinn.

Gerðum of mörg mistök

„Við vorum lengi framan af leiknum mjög góðir en síðan duttum við aðeins niður. Okkur tókst aldrei að ná því forskoti sem ég vildi ná. Þar með varð leikurinn jafn. Síðustu 15 til 20 mínúturnar vorum við heldur ekki nógu góðir, gerðum marga tæknifeila, klikkuðum á færum. Eitt leiddi þar af leiðandi af öðru. Á sama tíma voru við svolítið flatir í vörninni, ekki síst í byrjun síðari hálfleiks. Við náðum bara ekki upp sama leik í síðari hálfleik og í þeim fyrri,“ sagði Snorri en Valur var með þriggja marka forskoti, 18:15, í hálfleik og náði fimm marka forystu snemma í síðari hálfleik, 21:16. Eftir það tók við kafli þar sem Stjarnan skoraði sex mörk gegn einu frá Valsmönnum.

Vinnum úr þessum vonbrigðum

„Okkar markmið er að vinna alla leiki og mót sem við tökum þátt í. Okkur hefur gengið vel síðustu árin en nú gekk þetta ekki. Úr þessum vonbrigðum verðum við að vinna úr. Nú verðum við að sýna úr hverjum við erum gerðir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson sem á fyrir höndum mikilvægan leik við franska liðið PAUC í Origohöllinni í þriðjudagskvöldið. Úrslit þess leiks geta haft mikið að segja fyrir framhald Valsmanna í keppninni.

Miðasala á leik Vals og PAUC hjá Tix.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -