Fjórðu umferð Grill 66-deildar kvenna lauk í dag með þremur viðureignum þar sem helst bar til tíðinda að Fram2 vann Víking, 33:30, í Lambhagahöllinni þar sem Sara Rún Gísladóttir var atkvæðamest með 10 mörk. Með sigrinum komst Fram upp í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eins og HK sem tapaði fyrri KA/Þór í gær eins og handbolti.is sagði frá í gær. KA/Þór er í efsta sæti deildarinnar.
Ída Bjarklind Magnúsdóttir skoraði níu mörk og var markahæst hjá Víkingi sem er með þrjú stig eftir leikina fjóra. Ný línukona Víkings, Ivana Jorna Meincke, var næst markahæst með fimm mörk.
Afturelding vann Berserki á föstudaginn, 42:12, og situr í fjórða sæti deildarinnar, stigi á eftir Fram og HK.
Valur2 vann öruggan sigur á Fjölni í dag með 11 marka mun, 37:26. Haukar2 unnu FH í Hafnarfjarðarslag, 29:24. Ester Amíra Ægisdóttir var markahæst hjá Haukum með átta mörk. Telma Medos skoraði fimm sinnum fyrir FH og var atkvæðamest.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Úrslit 4. umferðar Grill 66-deildar kvenna.
Fram2 – Víkingur 33:30 (15:12).
Mörk Fram2: Sara Rún Gísladóttir 10, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 8, Hildur Lilja Jónsdóttir 5, Þóra Lind Guðmundsdóttir 4, Matthildur Bjarnadóttir 4, Valgerður Arnalds 2.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 12.
Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 9, Ivana Jorna Meincke 4, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 4, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 3, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 3, Sunna Katrín Hreinsdóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Valgerður Elín Snorradóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 12, Anna Vala Axelsdóttir 1.
Valur2 – Fjölnir 37:26 (20:12).
Mörk Vals2: Guðrún Hekla Traustadóttir 6/1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 5, Laufey Helga Óskarsdóttir 5/1, Ásrún Inga Arnarsdóttir 5, Sara Lind Fróðadóttir 4, Arna Karitas Eiríksdóttir 3, Ágústa Rún Jónasdóttir 3/1, Sólveig Þórmundsdóttir 2, Alba Mist Gunnarsdóttir 2, Anna Margrét Alfreðsdóttir 1, Katla Margrét Óskarsdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 13/1, 40,6% – Arna Sif Jónsdóttir 1, 12,5%.
Mörk Fjölnis: Tinna Björg Jóhannsdóttir 7/5, Sara Kristín Pedersen 6, Karólína Ósk Sigurlaugardóttir 3, Eyrún Ósk Hjartardóttir 3, Telma Sól Bogadóttir 1, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1, Azra Cosic 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 17/1, 31,5%.
Haukar2 – FH 29:24 (17:10).
Mörk Hauka2: Ester Amíra Ægisdóttir 8, Brynja Eik Steinsdóttir 5, Bryndís Pálmadóttir 5, Roksana Jaros 3, Rósa Kristín Kemp 3, Þóra Hrafnkelsdóttir 3, Olivia Boc 1, Katrín Inga Andradóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 14, Elísa Helga Sigurðardóttir 4.
Mörk FH: Telma Medos 5, Hildur Guðjónsdóttir 4, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Ena Car 2, Fanney Þóra Þórsdóttir 2, Eva Gísladóttir 2, Sara Björg Davíðsdóttir 2, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1.
Varin skot: Bára Björg Ólafsdóttir 7, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 3.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Leikur í gær, laugardag:
KA/Þór – HK 27:24 (16:7).
Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 10/6, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Kristín A. Jóhannsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Telma Lísa Elmarsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 19/1, 44,2%.
Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 6/2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 5, Anna Valdís Garðarsdóttir 3, Leandra Náttsól Salvamoser 2, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 2, Amelía Laufey G. Miljevic 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Inga Fanney Hauksdóttir 1, Stella Jónsdóttir 1, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 1.
Varin skot: Í tölfræði HBStatz er því haldið fram að markverðir HK hafi ekki varið skot sem verður að teljast mjög ósennilegt.
Leikur á föstudagskvöld:
Afturelding – Berserkir 42:12 (19:7).
Mörk Aftureldingar: Drífa Garðarsdóttir 9, Lovísa Líf Helenudóttir 5, Susan Ines Gamboa 5, Katrín Erla Kjartansdóttir 4/2, Anna Katrín Bjarkadóttir 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Hulda Dagsdóttir 3, Telma Rut Frímannsdóttir 3, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1, Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 1, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1, Fanney Ösp Finnsdóttir 1, Íris Kristín Smith 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 9, 56,3% – Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 7, 58,3%.
Mörk Berserkja: Thelma Lind Victorsdóttir 4, Arna Sól Orradóttir 3/2, Agnes Ýr Bjarkadóttir 2, Nina Milansdóttir Remic 1, Heiðrún María Guðmundsdóttir 1, Sandra Björk Ketilsdóttir 1.
Varin skot: María Ingunn Þorsteinsdóttir 13/1, 23,6%.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.