- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill66 kvenna: ÍR áfram á toppnum og Afturelding önnur – úrslit og staðan

Karen Tinna Demian og félagar í ÍR ljúka tímabilinu fyrir áramót taplausar og í efsta sæti Grill 66-deildarinnar. Mynd/ÍR
- Auglýsing -

ÍR gefur ekki eftir efsta sæti Grill 66-deildar kvenna. Liðið vann Fjölni/Fylki með talsverðum yfirburðum í Skógarseli í kvöld, 32:15, og treysti stöðu sína á toppnum. Grótta, sem var í öðru sæti, féll niður í þriðja sæti eftir tap fyrir Víkingi í Safamýri.


Aftureldingu tókst að ná öðru sæti með góðum sigri á FH á Varmá, 27:21, í leik sem var lengi vel jafnari en lokatölurnar gefa til kynna.


Víkingar geta lagst glaðir á koddann í kvöld eftir tvo sigurleiki í Safamýri. Fyrst vann karlalið félagsins og síðan vann kvennalið Víkings liðsmenn Gróttu með tveggja marka mun, 31:29, í síðari leik kvöldsins. Gróttu hefur aðeins fatast flugið í síðustu leikjum eftir að hafa byrjað frábærlega á tímabilinu.


Afturelding – FH 27:21 (13:9).
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 10, Anna Katrín Bjarkadóttir 9, Katrín Erla Kjartansdóttir 4, Susan Ines Gamboa 2, Drífa Garðarsdóttir 1, Katrín Helga Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Mina Mandic 12.
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 9, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 6, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Emma Havin Sardardóttir 2, Aníta Björk Valgeirsdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 10, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 2.

ÍR – Fjölnir/Fylkir 32:15 (18:7).
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 8, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Erla María Magnúsdóttir 4, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Guðrún Maryam Rayadh 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Theodóra Brynja Sveinsdóttir 1, María Leifsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 19, Þórunn Ásta Imsland 4.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Eyrún Ósk Hjartardóttir 5, Guðrún Erla Bjarnadóttir 3, Sara Björg Davíðsdóttir 3, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 2, Sara Kristín Pedersen 1, Svava Lind Gísladóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 11, Harpa Rún Friðriksdóttir 1.

Víkingur – Grótta 31:29 (14:9).
Mörk Víkings: Arna Þyrí Ólafsdóttir 9, Áróra Eir Pálsdóttir 5, Mattý Rós Birgisdóttir 5, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Ester Inga Ögmundsdóttir 2.
Varin skot: Emelía Dögg Sigmarsdóttir 10, Anna Vala Axelsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Rut Bernódusdóttir 7, Ída Margrét Stefánsdóttir 5, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Valgerður Helga Ísaksdóttir 3, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Margrét Björg Castillo 3.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 5, Hafdís Hanna Einarsdóttir 3.

Staðan í Grill 66-deild kvenna:

ÍR7610200 – 13713
Afturelding7511209 – 16111
Grótta8503231 – 20010
FH7403178 – 1788
Fram U6303159 – 1726
Víkingur7304198 – 2016
HK U7205181 – 2284
Fjölnir/Fylkir7205159 – 2064
Valur U6006134 – 1760
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -