- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grilll 66karla: Þórsurum og Fjölnismönnum varð á í messunni

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Leikmönnum Fjölnis og Þórs var á í messunni í dag í leikjum sínum í Grill 66-deild karla og verða þar af leiðandi að sætta sig við að vera áfram stigi á eftir ÍR í kapphlaupinu um sæti í Olísdeild karla á næsta tímabili. Fjölnir tapaði í heimsókn til ungmennaliðs Hauka, 26:24, og Þór lá fyrir ungmennaliði Vals, 33:21, í Origohöllinni.


ÍR hefur þar með eins stigs forskot á Fjölni og Þór þegar 10 umferðir af 18 eru að baki. ÍR, sem lagði ungmennalið HK í gær hefur 14 stig en liðin tvö sem töpuðu í dag eru stigi á eftir. Svo ber að hafa í huga að Hörður er ekki langt á eftir.

Unglingalandsliðsmaðurinn Birkir Steinn Steinsson átti stórleik fyrir Hauka í sigurleiknum á Fjölni, 26:24. Hann skoraði níu mörk. Elvar Þór Ólafsson var markahæstur hjá Fjölni með sex mörk. Þriggja marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 14:11.

Leikmenn Þórs náðu sér aldrei á strik í heimsókn til Vals í Origohöllina og var margt líkt með frammistöðum liðsins og gegn ÍR fyrir nokkrum vikum. Reyndar vantaði Þór reynda leikmenn auk þess sem vörnin var í molum og markverðir þar af leiðandi miður sín. Valsarar héldu áfram af fullum þunga frá upphafi til enda og unnu með 12 marka mun, 33:21.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Haukar U – Fjölnir 26:24 (14:11).
Mörk Hauka U.: Birkir Snær Steinsson 9, Ásgeir Bragi Þórðarson 4, Bóas Karlsson 3, Darri Þór Guðnason 3, Egill Jónsson 3, Freyr Aronsson 2, Helgi Marinó Kristófersson 1, Kristinn Pétursson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 7, Magnús Gunnar Karlsson 3.
Mörk Fjölnis: Elvar Þór Ólafsson 6, Aron Breki Oddnýjarson 4, Alex Máni Oddnýjarson 3, Tómas Bragi Starrason 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Dagur Logi Sigurðsson 2, Heiðar Már Hildarson 2, Bernhard Snær Petersen 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 7.

Valur U – Þór 33:21 (15:10).
Mörk Vals: Daníel Örn Guðmundsson 8, Hlynur Freyr Geirmundsson 6, Tómas Sigurðarson 5, Knútur Gauti Kruger 4, Dagur Leó Fannarsson 3, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Daníel Montoro Montoro 2, Jóhannes Jóhannesson 1, Loftur Ásmundsson 1, Stefán Pétursson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 14.
Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 5, Þormar Sigurðsson 5, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Heiðmar Örn Björgvinsson 2, Heiðmar Örn Björgvinsson 1, Heiðmar Örn Björgvinsson 1, Ágúst Örn Vilbergsson 1, Friðrik Svavarsson 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1, Garðar Már Jónsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 3, Tristan Ylur Guðjónsson 2.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Grill 66karla: ÍR í annað sæti – Skarphéðinn Ívar skoraði 17 mörk nyrðra

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -