Grótta vann öruggan sigur á ÍR, 28:21, í viðureign liðanna í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Hertzhöllinni í kvöld og kom þar með í veg fyrir að ÍR-ingar settust einir í efsta sæti deildarinnar. Þess í stað er Grótta nú stigi á eftir Aftureldingu og ÍR þegar komið er inn á lokasprettinn á deildarkeppninni. Grótta hefur 20 stig en Afturelding og ÍR 21 stig hvort. Afturelding á leik inni gegn ungmennaliði Vals sem hefur verið sýnd veiði en ekki gefin í síðustu leikjum.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.
Fyrri hálfleikur í Hertzhöllinni var jafn og Grótta var með eins marks forskot að honum loknum, 15:14. Leiðir skildu snemma í síðari hálfleik og Grótta vann öruggan sigur. Sama hvað ÍR reyndi að gera til þess að koma til baka. Allt kom fyrir ekki.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Katrín S. Thorsteinsson 5, Rut Bernódusdóttir 5, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Valgerður Helga Ísaksdóttir 1,
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 11, Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 1.
Mörk ÍR: Matthildur Lilja Jónsdóttir 6, Matthildur Lilja Jónsdóttir 5, Karen Tinna Demian 5, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 3, Guðrún Maryam Rayadh 1, Vaka Líf Kristinsdóttir 1,
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 16.
Fyrr í kvöld vann Víkingur stórsigur á ungmennaliði Fram, 35:18, á gamla heimavelli Fram í Safamýri.
Víkingur – Fram U 35:18 (16:9).
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 8, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 8, Díana Ágústsdóttir 6, Áróra Eir Pálsdóttir 5, Hafdís Shizuka Iura 4, Berglind Adolfsdóttir 1, Ester Inga Ögmundsdóttir 1, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 1, Valgerður Elín Snorradóttir 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 18.
Mörk Fram U.: Valgerður Arnalds 7, Íris Anna Gísladóttir 4, Brynhildur Eva Thorsteinson 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Elín Ása Bjarnadóttir 2, Eydís Pálmadóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 10.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.