- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðjón Valur mætir með lærisveina sína í Kaplakrika

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -


Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, mætir með lærisveina sína í Kaplakrika í Hafnarfirði þriðjudaginn 15. október, þar sem Gummersbach mætir FH í Evrópudeildinni í handknattleik kl. 20.30. Með honum koma tveir landsliðsmenn Íslands; þeir Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson. Sama dag, kl. 18.15, leika í Kaplakrika Valur og Porto (Þorsteinn Leó Gunnarsson), þannig að slegnar verða tvær flugur í einu höggi í Hafnarfirði; Evróputvenna!

Skoraði 16 mörk í Höllinni

 Guðjón Valur hefur einu sinni áður komið til Íslands með Gummersbach til að leika Evrópuleik. Það var 2006 er mótherji liðsins var Fram í Evrópukeppni meistaraliða. Guðjón Valur fór þá hamförum í Laugardalshöllinni og skoraði 16 mörk í sigurleik Gummersbach, 38:20. Björgvin Páll Gústavsson átti þá mjög góðan leik í marki Fram og varði 18 skot, en Rúnar Kárason skoraði flest mörk Framara, eða fimm. Guðmundur Þórður Guðmundsson var þjálfari Fram.

Alfreð var þjálfari

 Alfreð Gíslason var þjálfari Gummersbach og tveir aðrir Íslendingar voru þá í herbúðum liðsins; Róbert Gunnarsson, sem lék ekki, þar sem hann var í feðraorlofi og Sverre Andreas Jakobsson, sem var í gifsi um ökkla. Þessir tveir landsliðsmenn voru fyrrverandi leikmenn Fram.

 Gummersbach vann seinni leikinn, sem fór fram í Leverkusen, 33:29. Guðjón Valur skoraði þá 8 mörk, Róbert eitt. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði flest mörk Framara, níu.

Andri Berg Haraldsson. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

 Fram mætti Gummersbach aftur í EHF-keppninni 2008-2009 og léku Framarar undir stjórn Viggós Sigurðssonar, þjálfara, báða leiki sína í Þýskalandi. Gummersbach fagnaði sigri í báðum leikjunum; fyrst 38:27 og síðan 42:29. Róbert lék þá með liðinu; skoraði þrjú mörk í fyrri leiknum, en átta í þeim síðari. Þá skoraði Andri Berg Haraldsson 10 mörk fyrir Fram.

 * Gummersbach varð sigurvegari í EHF-keppninni.

Miðasala á handboltaveisluna í Kaplakrika á þriðjudaginn er á stubb.is – smellið hér.

Evrópukeppni félagsliða – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -