Guðmundur Bragi Ástþórsson er í liði 17. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar eftir stórleik sinn með TMS Ringsted á sunnudaginn gegn Ribe-Esbjerg. Þetta er í fyrsta sinn á leiktíðinni sem Guðmundur Bragi er í liði umferðarinnar. Um leið er hann fjórði íslenski handknattleiksmaðurinn sem nær þessum áfanga á tímabilinu. Hinir eru Kristján Örn Kristjánsson, Donni, Jóhannes Berg Andrason og Ísak Gústavsson liðsfélagið Guðmundar Braga.
Guðmundur Bragi skoraði 10 mörk í 11 skotum í sigurleik TMS Ringsted á Ribe-Esbjerg, 31:27, í Esbjerg. Hann geigaði á einu vítakasti. Öll mörkin 10 skoraði Guðmundur Bragi úr uppstilltum leik. Auk þess átti hann tvær stoðsendingar.
Guðmundur Bragi gekk til liðs við Sjálandsliðið TMS Ringsted í sumar eftir eins árs vist hjá Berringbro/Silkeborg.





