- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur Bragi hafði betur gegn Donna

Guðmundur Bragi Ástþórsson gekk til liðs við Bjerringbro/Silkeborg í sumar. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði fjögur mörk þegar Bjerringbro/Silkeborg vann fyrsta leik sinn í dönsku úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu í kvöld þegar Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Skanderborg AGF komu í heimsókn. Lokatölur, 29:26, en marki munaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 13:12.

Donni skoraði fjögur mörk fyrir Skanderborg AGF auk tveggja stoðsendinga. Skanderborg AGF hefur einnig tvö stig að loknum tveimur umferðum.

Leikurinn fór fram í Silkeborg. Mikkel Løvkvist átti stórleik í marki Bjerringbro/Silkeborg. Hann varði 16 skot, 41%.

Fengu á sig 21 mark í síðari hálfleik

Ribe-Esbjerg er enn án sigurs í úrvalsdeildinni. Liðið tapaði í kvöld fyrir Kolding á heimavelli í afar kaflaskiptum leik, 33:27. Ribe-Esbjerg var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:12. Kolding-menn tóku öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og skoruðu m.a. 21 mark og unnu með sex marka mun. Ekki virðist hafa staðið steinn yfir steini hjá Ribe-Esbjerg í síðari hálfleik.

Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Ribe-Esbjerg og gaf tvær stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði tvö skot, 18%, þann tíma sem hann var í marki Ribe-Esbjerg.

Í þriðja og síðasta leik kvöldsins í dönsku úrvalsdeildinni skildu grannliðin Mors-Thy og TTH Holstebro jöfn, 34:34, á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Edwin Aslpenbäck jafnaði metin fyrir Holstebro fjórum sekúndum fyrir leikslok. Arnór Atlason er þjálfari Holstebro.

Staðan í mörgum deildum Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -