Fjölnir/Fylkir kom í veg fyrir að FH færi upp að hlið Gróttu í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í dag þegar liðin mættust í Dalhúsum. Lokatölur 29:22, fyrir Fjölni/Fylki sem vann þar með sinn annan leik í deildinni á tímabilinu.
Guðrún Erla Bjarnadóttir fór á kostum og skoraði 14 mörk fyrir Fjölni/Fylki og réðu leikmenn FH ekkert við þennan leikreynda leikmann sem kom til Fjölnis/Fylkis í sumar frá HK.
FH-ingar náðu sér aldrei á strik í dag. Liðið komst einu sinni yfir, 9:8. Annars var forystan í höndum Fjölnis/Fylkiskvenna sem unnu sanngjarnan sigur.
FH hefur sex stig að loknum fimm leikjum og er tveimur stigum á eftir Gróttu og stigi á eftir ÍR.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Guðrún Erla Bjarnadóttir 14, Harpa Elín Haraldsdóttir 5, Hildur María Leifsdóttir 4, Sara Björg Davíðsdóttir 2, Ada Kozicka 2, Azra Cosic 1, Eyrún Ósk Hjartardóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 10.
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 10, Telma Medos 4, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 2, Emma Havin Sardardóttir 2, Aníta Björk Valgeirsdóttir 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 5, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 2.
Staðan í Grill 66-deild kvenna:
Grótta | 5 | 4 | 0 | 1 | 151 – 121 | 8 |
ÍR | 4 | 3 | 1 | 0 | 114 – 78 | 7 |
FH | 5 | 3 | 0 | 2 | 126 – 126 | 6 |
Afturelding | 4 | 2 | 1 | 1 | 102 – 96 | 5 |
Fram U | 4 | 2 | 0 | 2 | 110 – 109 | 4 |
Víkingur | 5 | 2 | 0 | 3 | 135 – 135 | 4 |
Fjölnir/Fylkir | 4 | 2 | 0 | 2 | 93 – 104 | 4 |
Valur U | 3 | 0 | 0 | 3 | 68 – 84 | 0 |
HK U | 4 | 0 | 0 | 4 | 102 – 148 | 0 |