- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar Steinn veltir framtíðinni fyrir sér

Einar Rafn Eiðsson reynir að vrea Gunnari Steini Jónssyni veginn í leik KA og Stjörnunnar í KA-heimilinu í vetur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn þrautreyndi hjá Stjörnunni, Gunnar Steinn Jónsson, er einn þeirra sem veltir fyrir sér næstu skrefum á handknattleiksvellinum í lok leiktíðar. Hann stendur á tímamótum. Tveggja ára samningur hans við Stjörnuna er að renna út um þessar mundir og lið hans er úr leik í kapphlaupinu um Íslandsmeistaratitilinn. Hvað tekur við hvað handknattleikinn varðar er óvíst.


Í samtali við Vísir segir Gunnar Steinn að hann ætli að gefa sér nokkra vikur til þess að hugsa sinn gang. “Það er of snemmt að segja hvað verður. Ég er ekki með samning og ætla bara aðeins að íhuga hvað ég geri á næsta ári,” sagði Gunnar við Vísir í gærkvöld eftir að Stjarnan féll úr leik í átta liða úrslitum Olísdeildar.


Gunnar Steinn flutti heim og gekk til liðs við Stjörnuna fyrir tveimur árum eftir 12 ára feril í atvinnumennsku í handknattleik í Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Hann á að baki 42 landsleiki og var m.a. með á EM 2014 og HM 2015 og 2017.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -